Lítill ruslahaugur leynist í fjörunni við Sorpu í Grafarvogi

Svona er um að litast í næsta nágrenni við móttökustöð …
Svona er um að litast í næsta nágrenni við móttökustöð Sorpu. Ljósmynd/Stefán Þór Pálsson

Rúmdýna, grill, borðtennisborð, límband og annað rusl sem fellur til frá heimilum fólks var á meðal þess sem varð á vegi Stefáns Þórs Pálssonar og Sigríðar Garðarsdóttur, eiginkonu hans, þegar þau gengu um Hamrahverfið í Grafarvogi í Reykjavík um nýliðna helgi.

Hafði úrgangi þessum verið hent í fjöruna í námunda við Sorpu, að því er fram kemur í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag.

„Það var mjög ruslaralegt þarna, eins og oft er í kringum Sorpu. Við ákváðum að ganga þarna um þar sem við erum nýflutt í hverfið,“ segir Stefán Þór við Morgunblaðið, en hann hefur látið borgina vita af sóðaskapnum.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert