400 þúsund krónur fastar í hraðbanka

Hraðbankinn hélt peningum eftir.
Hraðbankinn hélt peningum eftir. mbl.is/Kristinn Magnússon

Hraðbankar sem bjóða bæði upp á úttektir og innlagnir eru orðnir algengir og hafa almennt reynst vel, bæði hér á landi og erlendis.

Viðskiptavinur sem ætlaði að leggja peninga inn á reikning í Arion banka á þann hátt lenti þó illa í því þegar hraðbankinn hélt eftir um 400 þúsund krónum en greindi frá mistökum við innlagningu á reikning.

Var viðkomandi tjáð að gera þyrfti upp hraðbankann, sem gæti tekið nokkra daga, til þess að hægt yrði að nálgast peningana, að því er fram kemur í umfjöllun um mál þtta í Morgunblaðinu í dag.

Arion banki vinnur nú að því að breyta verklagi og uppfæra hugbúnað hraðbankanna til þess að geta leyst slík vandamál strax. Þetta sé þó fylgifiskur þessarar tækni og þekkt hjá öllum bönkum sem hana nýta, hvort sem er hér á landi eða erlendis.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert