Enn óvíst hvenær mjaldrarnir munu loks koma til Eyja

Litla Hvíta og Litla Gráa.
Litla Hvíta og Litla Gráa.

Vestmannaeyingar þurfa að bíða enn um óákveðinn tíma eftir að mjaldrasysturnar Litla-Grá og Litla-Hvít muni koma til Eyja. Enn er stefnt að því að flytja dýrin hingað til lands í lok maí eða byrjun júní.

Mjaldrarnir, sem koma í sérútbúinni flutningavél frá Sjanghæ, áttu upphaflega að koma hingað til lands 16. apríl. Því var frestað vegna veðurs og lokunar Landeyjahafnar, en ekki er talið treystandi að leggja þriggja tíma siglingu á dýrin frá Þorlákshöfn. Ekki er komin ný dagsetning á flutninginn.

Þegar mjaldrarnir loks koma til Eyja verður þeim að endingu komið fyrir í Klettsvík þar sem aðstæður verða tryggðar sem eru mun líkari náttúrulegum heimkynnum þeirra en steypukerin í skemmtigarðinum í Sjanghæ þar sem þeir hafa dvalið.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert