Gistinóttum í mars fækkaði um 3,4%

Gistinóttum fækkaði í mars um 3,4% miðað við sama mánuð …
Gistinóttum fækkaði í mars um 3,4% miðað við sama mánuð í fyrra. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Gistinætur ferðamanna á öllum gististöðum voru um 694.000 í mars síðastliðnum, en þær voru um 719.000 í sama mánuði fyrra árs. Gistinætur á hótelum og gistiheimilum voru 444.000, gistinætur í íbúðagistingu, farfuglaheimilum, tjaldsvæðum o.þ.h. voru um 116.000 og um 134.000 í gegnum vefsíður á borð við Airbnb.

Þetta kemur fram á vef Hagstofunnar, þar sem segir að fjöldi greiddra gistinátta í mars hafi dregist saman um 3,4% milli ára.

Þar af var 5,5% samdráttur á hótelum og gistiheimilum, 3,3% fækkun á öðrum tegundum gististaða og 3,9% aukning á stöðum sem miðla gistingu gegnum Airbnb og svipaðar síður.

Einnig voru gistinætur erlendra ferðamanna um 4.000 í bílum utan tjaldsvæða og um 18.000 hjá vinum og ættingjum, í gegnum húsaskipti eða annars staðar þar sem ekki var greitt sérstaklega fyrir gistingu, samkvæmt gögnum Hagstofunnar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert