Hægt verði á umferðinni

Nýjar íbúðir. Hverfisgata 94-96.
Nýjar íbúðir. Hverfisgata 94-96. Teikning/ONNO ehf.

Með þéttingu byggðar við Hverfisgötu er eðlilegt að endurmeta fyrirkomulag umferðar með tilliti til hraða. Þetta er mat Daníels Þórs Magnússonar, sjóðsstjóra Fasteignaauðs, sem er sjóður í umsjón Kviku banka.

Sjóðurinn byggði fjölbýlishús með 38 íbúðum á Hverfisgötu 94-96 en 16 þeirra eru seldar eða fráteknar.

„Samtöl við verðandi íbúa við götuna benda til að það sé vilji fyrir því að setja upp einhvers konar hraðahindranir og hægja á umferðinni. Strætó keyrir oft á tíðum ansi hratt eftir götunni. Þá eru inngangarnir aðeins þrjá metra frá götunni. Umferðarhraðinn hlýtur því að verða endurskoðaður,“ segir Daníel Þór í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert