Hver dagur skiptir öllu máli

Eyjamenn er farið að lengja eftir nýju ferjunni.
Eyjamenn er farið að lengja eftir nýju ferjunni. mbl.is/Sigurður Bogi

„Við treystum því að ríkið vinni að því að fá skipið heim og Vegagerðin klári þessar viðræður fljótt og vel,“ segir Íris Róbertsdóttir, bæjarstjóri í Vestmannaeyjum, um þær deilur sem uppi eru á milli Vegagerðarinnar og pólsku skipasmíðastöðvarinnar Crist um lokauppgjör og afhendingu nýja Herjólfs.

Hún segir að Eyjamenn sé farið að lengja eftir skipinu. Ekki fást neinar upplýsingar um gang viðræðnanna, að því er fram kemur í umfjöllunn um mál þetta í Morgunblaðinuí dag..

Nýja skipið átti fyrir löngu að vera komið í rekstur. Það er grunnristara en gamli Herjólfur og hefði væntanlega getað notað Landeyjahöfn fyrr en sá eldri. Dýpkun hefur gengið verr en undanfarin ár og hefur skipið ekki enn getað notað ferjuhöfnina og orðið að sigla til Þorlákshafnar. Raunar fer að styttast í breytingar því rekstrarfélag Herjólfs boðar að það stefni að því að hefja siglingar þangað á morgun. Það er þó háð dýpi og veðri.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert