Áfram fundað í deilunni

Góður andi er í Karphúsinu.
Góður andi er í Karphúsinu. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Áætlað er að kjaraviðræður milli samflots iðnaðarmanna og Samtaka atvinnulífsins haldi áfram í Karphúsinu kl. 10 í dag og unnið verði að samþykkt nýs kjarasamnings.

„Það var góður gangur í viðræðunum í gær þegar við lukum fundi,“ sagði Kristján Þórður Snæbjarnarson, talsmaður iðnaðarmanna í kjaraviðræðunum, um síðustu lotu kjaraviðræðnanna sem fór fram í fyrradag. „Við stefnum bara á að halda áfram og reyna að klára þá taxtavinnu sem eftir er. Síðan vonumst við til að við getum farið að klára samninga.“

Kristján sagðist eiga von á nokkurra klukkustunda viðræðum. „Ég er að verða nokkuð vongóður um næstu skref,“ sagði hann í Mmorgunblaðinu í dag. „Það getur samt sem áður alltaf eitthvað komið upp á þegar menn eru að vinna með taxtann. Ég held að við förum samt bara bjartsýnir inn í þetta.“

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert