Þriðjungur frá N-Ameríku

Rúmlega þriðjungur ferðamanna sem hingað ferðast kemur frá Norður-Ameríku og er það langstærsta markaðssvæði íslenskrar ferðaþjónustu um þessar mundir. Jafnframt hefur það svæði vaxið mest frá árinu 2010 sem hlutfall af heildarfjölda ferðamanna eða um 20 prósentustig. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu Íslandsbanka um íslenska ferðaþjónustu.

Næstflestir ferðamenn koma frá Mið- og Suður-Evrópu eða tveir af hverjum tíu ferðamönnum. Markaðssvæði Mið- og Suður-Evrópu hefur dregist næstmest saman á eftir Norðurlöndunum eða um níu prósentustig.

Ný og ítarlegri sundurliðun á þjóðernaskiptingu ferðamanna sýnir vaxandi mikilvægi Asíu sem markaðssvæðis íslenskrar ferðaþjónustu. Svæðið er orðið fjórða mikilvægasta markaðssvæði greinarinnar og um einn af hverjum tíu ferðamönnum á Íslandi koma þaðan. Líklega er hlutfallið vanmetið þar sem fjölmennar asískar þjóðir eru enn þá ótilgreindar og falla því ferðamenn þeirra þjóða undir flokkinn „Annað“. Þessari þróun hljóta að fylgja breyttar áherslur í markaðssetningu og stefnumótun innan greinarinnar.

Icelandair með 72% markaðshlutdeild

Flugframboð um Keflavíkurflugvöll (KEF) er líklega veigamesti áhrifaþáttur íslenskrar ferðaþjónustu enda ferðast rúmlega 90% allra ferðamanna til landsins í gegnum KEF. Samkvæmt sumaráætlun Isavia, sem sýnir framboð flugsæta um KEF á tímabilinu apríl til október, dregst það saman um 28% á þessu ári frá sama tímabili á síðasta ári í ljósi gjaldþrots WOW air. Munar þar mest um gjaldþrot WOW air.

Icelandair eykur á sama tímabili framboð sitt um 14% og önnur erlend flugfélög um 5%. Fyrir vikið fer hlutdeild Icelandair í heildarframboði um KEF úr 46% á síðastliðnu ári í 72% á þessu ári. Icelandair hefur ekki verið með hærri hlutdeild frá árinu 2013 og má gróflega áætla að tæplega ¾ hlutar gjaldeyristekna ferðaþjónustunnar séu að talsverðu leyti undir starfsemi fyrirtækisins komnir og þar með rúmur fjórðungur af gjaldeyristekjum þjóðarbúsins.

WOW air flutti hlutfallslega fleiri ferðamenn frá N-Ameríku og Mið- og Suður-Evrópu hingað til lands en önnur flugfélög og mun gjaldþrot félagsins því að öðru óbreyttu hafa mestu áhrifin á fjölda ferðamanna hingað til lands frá þessum markaðssvæðum.

Markaðshlutdeild Icelandair hefur ekki verið jafn mikil síðan árið 2013.
Markaðshlutdeild Icelandair hefur ekki verið jafn mikil síðan árið 2013. mbl.is/Eggert Jóhannesson

520 milljarða tekjur

Á síðasta ári námu tekjur ferðaþjónustunnar 520 milljörðum króna og skilaði greinin 39% af heildargjaldeyristekjum það ár samanborið við 18% framlag sjávarútvegs og 17% framlag áliðnaðar.

Í ár eru hins vegar horfur á samdrætti í tekjum ferðaþjónustunnar. Horfur eru á að ferðamönnum fækki talsvert frá fyrra ári og árið í ár lendi á milli áranna 2016 og 2017 hvað tekjur varðar. Lægra gengi krónu og verðhækkun á vörum og þjónustu í krónum talið vegur þó á móti.

„Hver ferðamaður skilar því að mati okkar meiri tekjum í krónum talið þetta árið en í fyrra. Við áætlum að u.þ.b. 36% af heildarútflutningstekjum ársins komi frá ferðaþjónustu. Til samanburðar munu sjávarútvegur og áliðnaður væntanlega samanlagt skila í kring um 37% af heildartekjum þjóðarbúsins af útflutningi í ár,“ segir í nýrri skýrslu Íslandsbanka

WOW-farþegar eyddu minna

Frekari tölfræði um þá ferðamenn sem komu hingað með WOW air bendir til þess að meðalútgjöld þeirra hafi verið 9% lægri en meðalútgjöld ferðamanna hér á landi almennt. Einnig bendir tölfræðin til þess að hlutfallslega færri þeirra hafi verið með tekjur yfir meðallagi og að þeir hafi dvalið hér á landi um 5% skemur en ferðamenn almennt.

Þá kemur einnig í ljós að hlutfallslega færri farþegar WOW air nýttu sér hótelgistingu og hlutfallslega fleiri þeirra nýttu sér aðra ódýrari valkosti sem fela í sér minni þjónustu á borð við Airbnb, hostel o.þ.h. Þessi tölfræði bendir til þess að farþegar WOW air hafi skilið eftir sig minni tekjur.

Á síðastliðnu ári var fjölgun ferðamanna að langstærstum hluta borin uppi af bandarískum ferðamönnum. Þeim fjölgaði um 118 þúsund en samtals komu um 121 þúsund fleiri ferðamenn frá öllum þjóðum á árinu 2018 en á árinu 2017.

Ferðamenn annarra ótilgreindra þjóða léku einnig mikilvægt hlutverk á síðasta ári en ekki er unnt að segja nákvæmlega til um það hvaðan þeir ferðamenn koma. Ný og ítarlegri sundurliðun á þjóðernaskiptingu ferðamanna bendir þó til að þarna sé að mestu um að ræða asískar þjóðir.

Bretar og Þjóðverjar vega svo þyngst til fækkunar. Þrátt fyrir að Bretar dvelji alla jafna skemur hér á landi en ferðamenn annarra þjóða ferðast þeir hingað í meiri mæli utan háannatíma og leika þannig mikilvægt hlutverk við að draga úr árstíðasveiflu greinarinnar og jafna rekstrargrundvöll hennar.

Þjóðverjar og aðrar þjóðir í Mið- og Suður-Evrópu dvelja alla jafna lengur hér á landi en ferðamenn annarra þjóða og eru því mikilvægir fyrir ferðaþjónustu á landsbyggðinni. Í áðurgreindu samhengi getur þessi þróun því haft neikvæðar afleiðingar í för með sér fyrir greinina.

mbl.is

Innlent »

„Engin skylda að vera heiðursfélagi“

15:51 Lögmannafélag Íslands mun verða við þeirri ósk Jóns Steinars Gunnlaugssonar lögmanns um að hann verði tekinn af lista yfir heiðursfélaga í Lögmannafélaginu. Þetta staðfestir Berglind Svavarsdóttir, formaður félagsins, í samtali við mbl.is. Meira »

Mótmæla aukinni skattheimtu

15:46 Samtök iðnaðarins mótmæla þeim tillögum Embættis landlæknis að auka skattheimtu á sykraða og ósykraða gosdrykki auk sælgætis til að draga úr sykurneyslu landsmanna. Meira »

Gæti þurft frekari fyrirgreiðslu ríkis

15:36 Að mati ríkisendurskoðanda er ekki öruggt að Íslandspóstur muni ekki þurfa á frekari fyrirgreiðslu ríkisins að halda á næsta á ári, þrátt fyrir að hækkun burðargjalda og viðbótargjald vegna erlendra sendinga muni rétta rekstur fyrirtækisins af, um tíma hið minnsta. Meira »

143 milljóna sekt vegna skattsvika

15:12 Héraðsdómur Reykjaness hefur dæmt karlmann í 18 mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir skattalagabrot. Þá er honum gert að greiða rúmar 143 milljónir króna í sekt eða sæta ellegar eins árs fangelsi. Héraðssaksóknari gaf út ákæruna í mars síðastliðnum. Meira »

Smærri vélar til Manchester í sumar

14:47 Icelandair mun nýta flugvélar úr innanlandsflugi Air Iceland Connect, af gerðinni Dash-8 Q400, sem geta tekið um 70 farþega, til þess að sinna áætlunarflugi til Manchester á Englandi og Dublin á Írlandi í sumar. Þetta staðfestir Lea Gestsdóttir Gayet, hjá samskiptasviði Icelandair. Meira »

Brýnt að tryggja rekstrargrundvöllinn

14:10 Ríkisendurskoðandi leggur til fjórar tillögur til úrbóta í skýrslu sinni um starfsemi Íslandspósts, sem var kynnt fyrir tveimur nefndum Alþingis í morgun og hefur nú verið birt á vef stofnunarinnar. Meira »

Kæru Vigdísar vísað frá

13:25 Kæru Vigdísar Hauksdóttur, borgarfulltrúa Miðflokksins, um ógildingu borgarstjórnarkosninganna í Reykjavík í fyrra, er vísað frá kjörnefnd sem falið var að úrskurða um kæruna. Meira »

Skýrslan varpi ljósi á samskiptavanda

13:12 Björn Leví Gunnarsson, fulltrúi Pírata í fjárlaganefnd, segir í samtali við mbl.is að honum hafi litist bæði „nokkuð vel og illa“ á það sem fram kemur í skýrslu Ríkisendurskoðunar um Íslandspóst og rætt var um á nefndarfundi á Alþingi á morgun. Meira »

Vilja kvóta til að flytja inn lambakjöt

13:05 Skortur á lambahryggjum er staðreynd, ef marka má Samtök verslunar og þjónustu. Þar á bæ hvetja menn til þess að skoða það hvort úthluta megi tollkvóta til innflutnings á lambahryggjum. Meira »

Mótorhjólum ekið utan vega

13:00 „Þetta er ofsalega sorglegt,“ segir landvörður í samtali við mbl.is. Umhverfisstofnun hefur tilkynnt utanvegaakstur á jarðhitasvæðinu við Sogin í vesturjaðri Reykjanesfólkvangs til lögreglu. Landvörður kom auga á förin 9. júní og kæra var send fimm dögum síðar. Meira »

400 metra borgarísjaki innan breiðunnar

12:57 Hafísbreiðan undan Vestfjörðum er nú næst landi um 34 sjómílur norðvestur af Straumnesi og 40 sjómílur norður af Kögri. Um 400 metra langur borgarísjaki er innan breiðunnar. Meira »

Sakar Landvernd um dylgjur

12:44 VesturVerk segist ekki hafa fengið neinar upplýsingar um að landamerki í Ófeigsfirði séu með þeim hætti sem landeigendur Drangavíkur lýstu í kæru sinni til Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála sem lögð var fram í gær. Meira »

Nató-aðild Íslands „fíllinn í stofunni“

12:28 „Hernaður er ömurlegasta stig mannlegrar tilveru og grátlegt er að horfa upp á þá gegndarlausu sóun sem á sér stað í hernaðaruppbyggingu í heiminum, með fjármunum sem mætti svo hæglega nýta til annarra og betri hluta,“ skrifar Kolbeinn Óttarsson Proppé, þingmaður VG, á Facebook. Meira »

Malbikun á Vesturlandsvegi og Hringbraut

12:15 Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu vekur athygli á ýmsum framkvæmdum sem fyrirhugaðar eru á höfuðborgarsvæðinu í dag og biðlar til ökumanna að sýna biðlund og þolinmæði í umferðinni. Meira »

Varar við áfengisneyslu í hitabylgjunni

11:39 Landlæknir segir að þeir sem verði staddir á meginlandi Evrópu núna þegar hitabylgju er spáð, ættu að drekka vel af vökva, en þó ekki áfenga drykki, enda sé alkóhól þvagmyndandi og geti enn aukið á vökvatap af sól og hita. Meira »

Tillitssemi númer eitt, tvö og þrjú

11:28 Hjólreiðakeppnin WOW Cyclothon hefst í kvöld og búast má við fjölgun hjólreiðafólks á þjóðvegunum í vikunni á meðan keppnin stendur yfir. Rúm­lega 570 kepp­end­ur hafa skráð sig til þátt­töku og leggja ein­stak­ling­ar og kepp­end­ur í Hjólakrafts­flokki af stað frá Eg­ils­höll klukkan sjö í kvöld. Meira »

Ákærður fyrir stórfellda árás í Eyjum

10:40 Karlmaður á þrítugsaldri hefur verið ákærður fyrir stórfellda líkamsárás, sem átti sér stað á tjaldsvæðinu við Áshamar í Vestmannaeyjum 31. júlí 2016. Mál hans var þingfest fyrir Héraðsdómi Reykjaness í gær. Meira »

Lögreglan leitar andapars og kinda

10:06 Lögreglan á Suðurnesjum hefur á borði afar óvenjuleg mál þessa dagana, en hún leitar nú að andapari annars vegar og tveimur kindum hins vegar. Meira »

Yfir eitt þúsund kröfur í búið

08:26 Alls bárust 1.038 kröfur í tryggingarfé Gaman ehf. (Gamanferða) en frestur til kröfulýsingar rann út í síðustu viku. Gert er ráð fyrir að það taki mánuði að fara yfir kröfurnar og taka afstöðu til þeirra. Meira »
Nudd - Rafbekkkur 184.000 Tilboð:169.000 til 4 júlí 2019
Egat Standard. Nudd Rafbekkur Verð 184.000 Tilboð:169.000 til 4 júlí 2019 Lyft...
Heimili í borginni- www.eyjasolibudir.is
Til leigu 2-3ja herb.íbúðir fyrir fjölskyldur og erlenda ferðamenn. ALLT til ALL...
Höfuðverkur, endalaus þreyta, svefnleysi
Er með til leigu OZONE lofthreinsitæki ( margir kalla þetta JÓNAR tæki ). Eyði...