Um fjörutíu vitni yfirheyrð

Um 1.100 manns búa í Mehman í Norður-Noregi.
Um 1.100 manns búa í Mehman í Norður-Noregi. Ljósmynd/Wikimedia Commons/Richard Mortel

Um fjörutíu vitni hafa verið yfirheyrð vegna dauða Gísla Þórs Þórarinssonar í Noregi. Tæknirannsókn á vettvangi er að ljúka og tekin hafa verið sýni sem verða rannsökuð. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni í Finnmörku.

Rannsókn er í gangi á ferðum hinna grunuðu bæði fyrir og eftir glæpinn.

Lögreglan hefur lagt hald á skotvopn og munu frekari rannsóknir á því leiða í ljós hvort um morðvopnið sé að ræða. Fyrstu skrefum rannsóknarinnar er lokið.

„Við byrjuðum á að skoða hvað gerðist áður en morðið var framið. Við höfum yfirheyrt vitni sem hinn látni og hinir grunuðu þekktu sem voru með þeim grunuðu klukkustundirnar áður en atvikið varð,“ segir Torstein Pettersen hjá lögreglunni í Finnmörku, í tilkynningunni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert