Barátta um störf á Íslandi harðnar með atvinnuleysi

Krónan. Afgreiðslufólki fækkar.
Krónan. Afgreiðslufólki fækkar. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Vinnumálastofnun hefur endurmetið spár um fjölda nýrra starfa í ár til lækkunar. Stofnunin spáði í ársbyrjun um 2.000 nýjum störfum en hefur lækkað spána í 500-1.000 störf. Ástæðan er samdráttur í hagkerfinu, ekki síst í ferðaþjónustu. Á móti komi fjölgun starfa í ýmsum þjónustugreinum og hjá hinu opinbera.

Karl Sigurðsson, sérfræðingur hjá Vinnumálastofnun, segir fyrirséð að sú fjölgun starfa haldi ekki í við fjölgun á vinnumarkaði og að atvinnuleysi muni aukast á árinu. Þá m.t.t. eðlilegrar fjölgunar á vinnumarkaði og aðflutnings erlends verkafólks.

Sömu vísbendingar um kólnun í hagkerfinu má lesa úr nýrri starfaskráningu Hagstofunnar. Hún bendir til að 3.500 störf séu laus á íslenskum vinnumarkaði. Til samanburðar er áætlað að 6.200 manns hafi verið án vinnu. Samkvæmt því eru nærri tveir atvinnulausir um hvert starf.

Þessi þróun helst í hendur við vaxandi notkun sjálfvirkni á kostnað starfa, meðal annars við sjálfsafgreiðslu í matvöruverslunum.

Andrés Magnússon, framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu (SVÞ), segir um þúsund félagsmenn hafa sótt fræðslufundi SVÞ á undanförnum mánuðum sem með einum eða öðrum hætti tengjast fjórðu iðnbyltingunni. Þróun í smásölu og heildsölu sé gífurlega hröð. Vegna hennar sé afgreiðslufólki að fækka. Fjöldi þess hafi til dæmis náð hámarki í matvöruverslunum.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert