Crossfit-fólk tætti upp Esjuna

Um helgina fer Reykjavik Crossfit Championship-mótið fram í fyrsta skipti. Mótið er eitt af 16 mótum sem veitir keppnisrétt á heimsleikunum í greininni og því eru sterkir erlendir keppendur mættir til leiks. Fyrsta greinin var í hádeginu þegar keppendur hlupu upp Esjuna og mbl.is var á staðnum.

Samantha Briggs sigurvegari á heimsleikunum árið 2013 er einn þeirra þátttakenda sem er kominn til landsins vegna mótsins. Í myndskeiðinu er rætt við hana en hún segir sérstaklega spennandi að vera komin hingað þar sem íslenskir íþróttamenn hafa náð eftirtektarverðum árangri á undanförnum árum.

Nánari upplýsingar um mótið sem stendur yfir fram á sunnudag er að finna hér.

Hér er hægt að fylgjast með stöðunni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert