Fær mikinn stuðning á erfiðum tímum

Um 1.100 manns búa í Mehman í Norður-Noregi.
Um 1.100 manns búa í Mehman í Norður-Noregi. Wikimedia Commons/Richard Mortel

„Það hefur verið gott að upplifa þennan frábæra stuðning. Það hafa allir hugsað vel um mig og börnin mín,“ segir Elena Unde­land, unnusta Gísla Þórs Þór­ar­ins­son­ar heit­ins, í viðtali við staðarmiðilinn í Finnmörku í Noregi.

Gísli var skot­inn til bana aðfaranótt laug­ar­dags, en Gunn­ar Jó­hann Gunn­ars­son, hálfbróðir Gísla, var úrskurðaður í fjögurra vikna gæsluvarðhald vegna málsins.

Meint­ur sam­verkamaður Gunnars er nú laus úr haldi. Lög­regla hafði farið fram á viku­langt gæslu­v­arðhald yfir mann­in­um og hafði Héraðsdóm­ur Aust­ur-Finn­merk­ur í Vadsø fall­ist á þá beiðni. Maður­inn, sem hef­ur neitað því að hafa komið ná­lægt mál­inu, áfrýjaði þeim úr­sk­urði.

„Fólk hefur hjálpað mér við allt og þessa daga hefur til að mynda hefur verið séð um mig og börnin allan sólarhringinn. Það er eldað fyrir mig, þrifið og séð til þess að ég sofi,“ segir Elena.

„Ég verð að viðurkenna að þetta hefur verið svolítið upp og niður og dagarnir hafa verið erfiðir,“ bætir hún við.

Gísli verður jarðsettur á Ísafirði

Fram kemur í viðtalinu að bæði hún og Gísli séu frá Íslandi. Samfélag Íslandendinga í Mehamn sé slegið en vel sé hugsað um Elenu. „Það eru um 30 Íslendingar hérna. Við erum þéttur og góður hópur. Ég hef fengið hjálp frá bæði Íslendingum og Norðmönnum.“

Hún lýsir Gísla heitnum sem frábærum kærasta og góðum stjúpföður. „Gísli Þór, hjartað mitt, svo blíður og góður, heims­ins besti kær­asti og stjúp­faðir. Mitt allt,“ skrifaði hún á Facebook.

Gísli verður jarðsettur á Ísafirði en auk þess verður minningarathöfn um hann í Mehamn fyrir þá sem ekki komast til Íslands. Elena segir að það sé mikilvægt að Gísli sé grafinn með fjölskyldu sinni.

Eins og áður hefur komið fram safnar Elena fyrir því að hægt sé að flytja Gísla til hinstu hvílu á Ísafirði. Nú þegar hafa safnast 34.000 norskar krónur, jafnvirði um 478.000 íslenskra króna. Bankanúmerið er 4750.72.45982 en norsk­ar bankamilli­færsl­ur krefjast ekki kenni­tölu.

„Við erum mjög þakklát fyrir öll framlögin,“ segir Elena.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert