Fyrsta húsið afhent á nýju Kársnesi

Fanney Magnúsdóttir, verkefnastjóri hjá Kársnesbyggð.
Fanney Magnúsdóttir, verkefnastjóri hjá Kársnesbyggð. mbl.is/Kristinn Magnússon

Félagið Kársnesbyggð afhendir í dag fyrstu íbúðirnar í fjölbýlishúsinu Hafnarbraut 9 á Kársnesi. Afhendingin sætir tíðindum í skipulagssögu Kópavogs enda er þetta fyrsta nýbyggingin á nýju Kársnesi.

Hluti íbúðanna er með útsýni til vesturs yfir Álftanesið og sundin. Tveggja, þriggja og fjögurra herbergja íbúðir eru í húsinu og fylgir bílastæði í kjallara. Húsið er austan við smábátahöfnina á Kársnesinu. Efnt var til hugmyndasamkeppni um svæðið en þar munu rísa um 700 íbúðir í bland við atvinnustarfsemi.

Fanney Magnúsdóttir, verkefnastjóri hjá Kársnesbyggð, segir söluna hafa hafist í október. Áhuginn hafi verið mikill sem birtist í því að búið sé að selja um helming íbúða á Hafnarbraut 9. Næsta skref sé að hefja sölu á næstu húsum.

Á Kársnesinu standa yfir framkvæmdir við sex önnur fjölbýlishús auk þess sem fleiri eru skemmra á veg komin. Fanney segir að fljótlega muni koma í sölu endurgerðar íbúðir við fjölbýlishúsið á Hafnarbraut 11 og síðan hefjist sala á 58 nýjum íbúðum við Hafnarbraut 13-15. Samtals á Hafnarbraut 9-15 eru 123 íbúðir.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert