Sigurkarl sigraði

Sigurkarl Aðalsteinsson er fyrsti Íslendingurinn sem verður Evr.ópumeistari karla í …
Sigurkarl Aðalsteinsson er fyrsti Íslendingurinn sem verður Evr.ópumeistari karla í vaxtarrækt

Sigurkarl Aðalsteinsson varð í gær fyrstur Íslendinga Evrópumeistari í vaxtarrækt. Hann keppti á Evrópumóti IFBB - Alþjóðasambands líkamsræktarmanna sem haldið er á Spáni. Sigurkarl keppti í flokki 55 ára og eldri sem eru undir 75 kg þyngd. Hann er fæddur árið 1959 og því sextugur á þessu ári.

„Þetta er mögnuð frammistaða hjá Sigurkarli,“ sagði Einar Guðmann, ritstjóri vefsins fitness.is sem greindi frá sigrinum.

„Við höfum átt konur sem hafa náð Evrópumeistaratitlum í fitness og módelfitness en enginn íslenskur karl hefur áður náð viðlíka árangri og Sigurkarl. Þetta er merkilegur áfangi og ekki síst fyrir það að Sigurkarl er sextugur og hefur líklega aldrei verið í jafn góðu formi og nú.“

Sigurkarl tekur í dag þátt í heildarkeppni við sigurvegara í öðrum vaxtarræktarflokkum. Fjórir íslenskir keppendur taka þátt í Evrópumótinu. Auk Sigurkarls eru það Vijona Salome, Alda Ósk Hauksdóttir og Ana Markovic. gudni@mbl.is

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert