Viðræður hafnar um Keldnalandið

KeldurÞar hefur tilraunastöð Háskóla Íslands í meinafræði verið til húsa.
KeldurÞar hefur tilraunastöð Háskóla Íslands í meinafræði verið til húsa.

Viðræður eru hafnar milli ríkisins og Reykjavíkurborgar um kaup borgarinnar á Keldnalandinu. Þetta er mikið byggingarland, sunnan við Folda- og Húsahverfi í Grafarvogi.

Mögulegt er talið að allt að fimm þúsund manna byggð verði í Keldnalandi, að því er fram kemur í Morgunblaðinu í dag.

Viðræðurnar eru enn sem komið er á frumstigi, að sögn Elvu Bjarkar Sverrisdóttur, upplýsingafulltrúa fjármálaráðuneytisins. Ekki sé hægt að segja til um það á þessu stigi hversu langan tíma viðræðurnar muni taka.

Í yfirlýsingu ríkisstjórnarinnar vegna lífskjarasamninganna á dögunum var kafli um ráðstöfun ríkislóða fyrir íbúðir, þar á meðal fyrir leigumarkað.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert