Dúfur hafa bjargað mannslífum

Tumi segist vera skrýtni karlinn í hverfinu sem ræktar skrautdúfur. …
Tumi segist vera skrýtni karlinn í hverfinu sem ræktar skrautdúfur. Hann er einlægur áhugamaður um allt sem tengist dúfum. mbl.is/Kristinn Magnússon

„Ég var á kafi í dúfnarækt í mörg ár þegar ég var unglingur heima í Keflavík, tók svo áratuga hlé og byrjaði aftur í bransanum fyrir nokkrum árum,“ segir Tumi Kolbeinsson sem er með dúfnakofa í garðinum hjá sér þar sem hann býr í Bústaðahverfinu í Reykjavík. Þar ræktar hann trommara, hojara og pústara.

Tumi hefur kynnt sér nánast allt sem viðkemur dúfum og sendi nýlega frá sér bókina Dúfnaregistur Íslands, fræðslu- og skemmtirit um dúfur, sem einnig nýtist sem handbók í dúfnarækt.

„Heimildir um dúfur eru mjög gamlar. Vitað er að Neanderdalsmenn átu dúfur fyrir sextíu þúsund árum og dúfur koma við sögu á fleygrúnum frá því 2000 fyrir Krist. Til eru heimildir frá Egyptalandi frá því um 1200 fyrir Krist þar sem segir frá að 60.000 dúfur hafi komið við sögu við krýningu Ramsesar þriðja, en það er talið öruggt merki um ræktun dúfna á þeim tíma. Hómer talar í kviðum sínum um ræktaðar dúfur og í Gamla testamentinu kemur fram að dúfum var fórnað, enda hreinleiki þeirra talinn mikill,“ segir Tumi og bætir við að á þeim tíma sem Darwin var uppi hafi verið mikil della fyrir skrautdúfurækt í Bretlandi.

Sjá viðtal við Tuma í heild í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert