Minnka starfshlutfall vegna slæmrar stöðu

Seyðisfjörður. Sýslumaðurinn á Austurlandi hefur minnkað starfshlutfall allra starfsmanna embættisins …
Seyðisfjörður. Sýslumaðurinn á Austurlandi hefur minnkað starfshlutfall allra starfsmanna embættisins til þess að halda rekstrinum innan fjárheimilda. mbl.is/Sigurður Bogi

Sýslumaðurinn á Austurlandi hefur minnkað starfshlutfall allra starfsmanna embættisins til þess að halda rekstrinum innan fjárheimilda. Vísir.is greinir frá þessu og hefur eftir staðgengli sýslumanns að niðurskurðurinn muni hafa áhrif á afgreiðslu mála hjá embættinu.

Árið 2015 var sýslumannsembættum fækkað úr 24 í níu og löggæsla aðskilin frá rekstrinum. Í byrjun apríl sendi Ríkisendurskoðun frá sér úttekt á sýslumannsembættunum þar sem fram kemur að sú hagkvæmni sem var lagt upp með með fækkun embætta hafi ekki náðst. Hafa öll sýslumannsembættin skilað neikvæðri rekstrarafkomu sem nemur 300 milljónum og er uppsafnaður rekstrarhalli 500 milljónir, en fram kom í skýrslunni að kostnaður við sameininguna hafi verið verulega vanáætlaður.

Hefur Vísir eftir Íris Dröfn Árnadóttur, staðgengli sýslumannsins á Austurlandi, að staðan sé vægast sagt mjög slæm. Til að halda sig innan fjárheimilda hafi verið farin sú leið að minnka starfshlutfall starfsfólks úr 100% í 90%.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert