Ekki búnir að ákveða hvort þeir óski eftir áfrýjunarleyfi

Valur Lýðsson var dæmdur í 14 ára fangelsi fyrir að …
Valur Lýðsson var dæmdur í 14 ára fangelsi fyrir að hafa orðið bróður sínum að bana. mbl.is/Kristinn Magnússon

„Við erum ekki búnir að ákveða það,“ segir Magnús Óskarsson, lögmaður Vals Lýðssonar, spurður hvort þeir hyggist óska eftir leyfi til að áfrýja dómi Landsréttar til Hæstaréttar. Landsréttur þyngdi dóm yfir Val úr sjö árum í 14 fyr­ir að hafa orðið bróður sín­um, Ragnari Lýðssyni, að bana á heim­ili Vals að Gýgjar­hóli II í Blá­skóga­byggð á síðasta ári. 

Þeir hafa fjórar vikur til að biðja um slíkt leyfi en dómur Landsréttar féll 3. maí. Magnús vildi ekki tjá sig frekar um dóminn að svo stöddu.  

Rík­is­sak­sókn­ari áfrýjaði dómi héraðsdóms til Landsréttar og fór fram á 16 ára fang­elsi yfir Val.

Auk fang­els­is­dóms var Val­ur dæmd­ur til að greiða fjór­um börn­um Ragn­ars þrjár millj­ón­ir, sem er sama upp­hæð og Val­ur hafði verið dæmd­ur til að greiða þeim í héraðsdómi. Þá var hann dæmd­ur til að standa straum af út­far­ar­kostnaði. 

Val­ur ákvað við aðalmeðferð máls­ins fyr­ir Lands­rétti að tjá sig ekki og kom það ákæru­vald­inu í opna skjöldu.

 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert