Hjólað í vinnuna í 17. sinn

Það er gott stuð að hjóla.
Það er gott stuð að hjóla. mbl.is/Kristinn Magnússon

Setningarhátíð Hjólað í vinnuna 2019 fer fram í Fjölskyldu- og húsdýragarðinum í Laugardal kl. 8:30 í fyrramálið. Þetta er í 17. sinn sem  Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands stendur að átakinu.

Fram kemur í tilkynningu, að verkefnið höfði til starfsfólks á vinnustöðum landsins og hafi þátttakan margfaldast á þeim 16 árum sem liðin séu frá því að verkefnið fór af stað.

„Undanfarinn áratug hefur orðið gríðarleg vakning á hjólreiðum sem heilsusamlegum samgönguvalkosti. Ætla má að margir þátttakendur hafi tekið hjólreiðar upp sem lífstíl í framhaldi af þátttöku sinni í verkefninu. ÍSÍ er stolt af því að hafa stuðlað að bættri hjólamenningu á Íslandi og orðið til þess að vinnustaðir og sveitafélög hafi bætt til muna aðstöðu fyrir hjólandi fólk,“ segir í tilkynningunni.

Hjólað í vinnuna stendur til 28. maí.

Allar nánari upplýsingar er að finna hér.

mbl.is