Ekki síður hús fyrir íslenskan almenning

Guðrún Nordal, forstöðumaður Stofnunar Árna Magnússonar.
Guðrún Nordal, forstöðumaður Stofnunar Árna Magnússonar. mbl.is/Kristinn Magnússon

Guðrún Nordal, for­stöðumaður Stofn­un­ar Árna Magnús­son­ar, segir mikið fagnaðarefni að framkvæmdir á Húsi íslenskunnar hefjist von bráðar en tilkynnt var um framkvæmdirnar í gær.

„Þetta er langþráður áfangi. Það eru ellefu ár síðan ákveðið var að fara af stað í þessa framkvæmd. Það hefur tekið mun lengri tíma að koma þessu áfram en við héldum í upphafi,“ segir Guðrún í samtali við mbl.is. Segir hún að húsið eigi að taka um þrjú ár í byggingu.

Hefur grunnur hússins staðið nánast óhreyfður frá því fyrsta skóflustungan var tekin í grunni þess árið 2013 en framkvæmdunum var frestað í kjölfar efnahagshrunsins. Á þessum árum hefur mikill gróður og trjátegundir vaxið á svæðinu sem oft er kallað „hola íslenskra fræða“. 

Guðrún Nordal, forstöðumaður stofnunar Árna Magnússonar í íslenskum fræðum, afhendir ...
Guðrún Nordal, forstöðumaður stofnunar Árna Magnússonar í íslenskum fræðum, afhendir framtíðarskóglendi það sem vaxið hefur óáreitt í 6 ár í holu íslenskra fræða. mbl.is/Hari

„Það er búin að vera sjálfsáning þarna ofan í grunninum. Það er svo fallegt hvað það er mikil gróska þarna og nú kemur húsið inn í þessa grósku. Þetta er gróskumikill staður og gott að vera þarna,“ segir Guðrún.

Lundur í nafni Árna Magnússonar

Ársfundur Stofnunar Árna Magnússonar var haldinn í morgun og sleit Guðrún fundinum með því að afhenda Skógræktarfélagi Reykjavíkur trjáplöntur sem skotið höfðu rótum í grunninum.

Segir Guðrún að starfsmönnum Árnastofnunar hafi þótt fallegt að taka plönturnar upp og koma þeim á nýjan stað þar sem þær myndu vera til yndisauka fyrir borgarbúa og aðra. 

Að hennar sögn ætlar Skógræktarfélag Reykjavíkur að búa til lund í Heiðmörk í nafni Árna Magnússonar þar sem trjáplöntunum verður komið fyrir.

„Við erum mjög glöð að það tókst að koma trjánum í hendur Skógræktarfélagsins. Það er bara skemmtilegt að hafa komið þessum fallega sjálfsána gróðri á góðan stað áður en við förum að vinna í grunninum og byrjum að byggja. Þetta er svo umhverfisvænt og alveg í anda okkar stofnunar,“ segir Guðrún. 

„Þetta er eins og ákveðin kolefnisjöfnun hvað varðar fundinn, að gróðursetja á móti. Það er bara fallegt finnst okkur og vel við hæfi.“

Skemmtileg tilviljun

Þegar Hús íslenskunnar verður tilbúið mun starfsemi Árnastofnunar ásamt starfsemi íslenskudeildar Háskóla Íslands færast yfir í bygginguna. Segir Guðrún að húsið verði ekki síður hús fyrir íslenskan almenning.

„Þetta er hús sem á að þjóna þeim sem koma til að fræðast um íslenskuna og fara á sýningu á handritunum. Þarna getum við boðið upp á miklu betri þjónustu en við getum núna og miðlað betur okkar merka arfi til gesta og gangandi. Þannig að við erum mjög spennt að þróa það starf áfram í þessu nýja húsi,“ segir hún.

Segir Guðrún að um einskæra tilviljun hafi verið að ræða að ársfundurinn hafi verið haldinn degi eftir tilkynninguna um að gengist hefði verið við samningum um framkvæmdirnar. „Þetta var skemmtileg tilviljun, en svona virkar heimurinn stundum.“

mbl.is

Innlent »

Met slegið í orkupakkaumræðunni

08:56 Met var slegið á Alþingi í morgun fyrir þann þingfund sem staðið hefur lengst fram á morgun, en þingmenn Miðflokksins héldu þar áfram umræðu um þriðja orkupakkann þar til hlé var gert á þingfundi klukkan 9.04. Þingfundur hófst í gær klukkan 15.30 og stóð umræðan því yfir í tæpar 16 klukkustundir. Meira »

Gæslan með í plokkinu

08:38 Mikill fjöldi landsmanna hefur undanfarið verið öflugur við að hreinsa rusl víða um land. Ruslið leynist þó ekki bara á landi, því Landhelgisgæslan greinir frá því á Facebook-síðu sinni í dag að varðskipið Þór hafi i í vikunni brugðist við tilkynningu um rekald á sjó vestan við Sandgerði. Meira »

Í einum rykk til Patreksfjarðar

08:18 Breski siglingakappinn Andrew Bedwell sigldi smáskútu sinni, 241 Blue One, í einum áfanga frá Neskaupstað til Patreksfjarðar. Leið hans lá nokkuð langt norður fyrir landið og síðan suður með Vestfjörðum. Meira »

Nettó í Lágmúlann

08:02 Nettó opnar nýja lágvöruverðsverslun í Lágmúla 9 í dag og verða umhverfismál í forgrunni í versluninni.  Meira »

Kringlan plastpokalaus 2020

07:57 Verslunarmiðstöðin Kringlan ætlar að vera plastpokalaus árið 2020 og verslunum Kringlunnar verður þá eingöngu heimilt að bjóða viðskiptavinum sínum upp á umhverfisvæna poka. Meira »

Miðflokksþingmenn enn í pontu

07:15 Þingmenn Miðflokksins hafa skipst á að flytja ræður á Alþingi í alla nótt og eru enn að. Ekki liggur fyrir hvenær þingfundi lýkur en umræðuefnið er þriðji orkupakkinn líkt og undanfarnar nætur. Meira »

Kyrrsetning varir lengur en talið var

07:04 Ekki liggur ljóst fyrir hvenær hægt verður að aflétta kyrrsetningu á Boeing 737 MAX þotunum sem hafa verið kyrrsettar eftir tvö mannskæð flugslys. Eftir að tilkynnt var um þetta í gær sendi Icelandair frá sér tilkynningu um að útlit sé fyrir að kyrrsetningin muni vara lengur en gert var ráð fyrir. Meira »

Svipað veður og undanfarið

06:47 Í dag er útlit fyrir hæga norðlæga eða breytilega átt. Svipað veður og hefur verið. Skýjað og súld fyrir austan, bjart að mestu á Norður- og Vesturlandi og skúrir sunnan til. Mögulega verða einhverjar hellidembur í uppsveitum sunnanlands og á hálendinu í dag. Meira »

Sorg sem hverfur aldrei

06:36 Foreldrar sem missa barn í sjálfsvígi ganga í gegnum gífurlega langvinnt sorgarferli og vanlíðanin er bæði andleg og líkamleg. Á sama tíma fer ekkert formlegt ferli af stað í heilbrigðiskerfinu sem grípur foreldrana sem glíma við djúpa sorg, sorg sem ekki hverfur og verður alltaf til staðar. Meira »

18 ára á 177 km hraða

05:57 Lögreglan stöðvaði bifreið á Kringlumýrarbraut um miðnætti eftir að hafa mælt bifreiðina á 177 km hraða. Ökumaðurinn er aðeins 18 ára og var hann færður á lögreglustöð þar sem mál hans var afgreitt og hann sviptur ökuréttindum til bráðabirgða. Meira »

Óljóst um arftaka Álfsness

05:30 Það stefnir í alvarlegt ástand hjá Sorpu á höfuðborgarsvæðinu ef ekki finnst lausn á því hvaða förgunarúrræði tekur við af urðunarstaðnum í Álfsnesi, verði hann tekinn úr notkun í lok árs 2020 eins og samkomulag eigenda Sorpu kveður á um. Meira »

Hvassahraun besti kostur

05:30 Hvassahraun er ekki eini raunhæfi kosturinn fyrir nýjan innanlandsflugvöll, að sögn Dags B. Eggertssonar borgarstjóra. Athuganir hingað til bendi hins vegar til þess að það sé besti kosturinn. Meira »

Fleiri fara um Víkurskarð en áætlað var

05:30 Tæplega níu af hverjum tíu bílum fóru um Vaðlaheiðargöng í vetur, eftir opnun þeirra, og rúmlega einn af hverju tíu fór um Víkurskarð. Meira »

Íslandsvinur verðlaunaður á Spáni

05:30 Bandaríski rithöfundurinn Siri Hustvedt hlaut hin virtu bókmenntaverðlaun Asturias á Spáni á dögunum fyrir höfundarverk sitt. Meira »

Formaður bæjarráðs á móti borgarlínu

05:30 „Ég vil draga strik í sandinn. Það hefur verið fjallað um þetta mál og því mjakað áfram hægt og rólega. Það var skýrt í síðustu kosningum að við ætluðum ekki að taka þátt í þessu verkefni nema allt væri uppi á borðinu. Því miður er enn ekki allt komið upp á borðið.“ Meira »

Sigurboginn hættir

05:30 Verslunin Sigurboginn á horni Laugavegar og Barónsstígs heyrir senn sögunni til, en eftir er að taka ákvörðun um framtíð netverslunar fyrirtækisins. Meira »

Icelandair fellir niður fleiri flug

05:30 Flugfélagið Icelandair hefur uppfært flugáætlun sína fyrir seinni hluta sumarsins vegna þess að útlit er fyrir að kyrrsetning Boeing 737 MAX flugvéla félagsins muni vara lengur en áður var áætlað. Meira »

Hafa áhuga á að fjárfesta á Íslandi

Í gær, 23:47 Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra tók í dag þátt í ráðstefnu um viðskipti á norðurslóðum sem haldin var í sendiráði Íslands í Washington, höfuðborg Bandaríkjanna. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá utanríkisráðuneytinu. Meira »

Páll Sveinsson hitti erlendu Þristana

Í gær, 23:10 Fimm Þristar, flugvélar af gerðinni Douglas DC-3 og Douglas C-47, lentu á Reykjavíkurflugvelli í dag á leið sinni til Frakklands í tilefni af því að 75 ár eru frá innrásinni í Normandí í síðari heimsstyrjöldinni. Íslenski Þristurinn, Páll Sveinsson, tók meðal annarra á móti gestunum. Meira »
Vor í Tungunum, Eyjasól ehf.
Nú er að skella sér í sumarbústað um helgina og eða næstu... Rúm fyrir 5-6. Tak...
LOFTDÆLA
Til sölu loftdæla verð kr. 30.000. Upplýsingar í síma 6990930...
Málun bílastæða
Vertíðin hafin leitið tilboða: S: 551 4000 - verktak@verktak.is eða á http...
Sumarhús með Nissan rafbíl til sölu...
Fallegt sumarhús í Biskupstungum til sölu. 55 fm á einni hæð, viðhaldslaus klæ...