Hjólahraðbrautir í borginni?

Í morgun var hjólreiða og samgönguátakið; Hjólað í vinnuna, sett en það hefur verið árlegur viðburður frá árinu 2003. Í setningarávarpinu sagði Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri, að hann sæi fyrir sér hjólahraðbrautir í borginni í framtíðinni fyrir það hjólreiðafólk sem vildi komast hraðar yfir. 

Ásamt borgarstjóra voru þeir Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfisráðherra, Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitastjórnaráðherra og Lárus Blöndal, forseti ÍSÍ viðstaddir setninguna ásamt því að hjóla fyrstu metrana.

Við tækifærið sagði borgarstjóri að hann sæi fyrir sér að í framtíðinni gætu hjólahraðbrautir innan borgarinnar verið góður kostur til að efla hjólreiðar borgarbúa. Þannig gætu þeir sem vildu komist hraðar yfir á hjólum sínum.   

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert