„Þurfum einhvers konar málalok“

Þrír mánuðir eru liðnir frá hvarfi Jóns Þrast­ar Jóns­son­ar. Síðast ...
Þrír mánuðir eru liðnir frá hvarfi Jóns Þrast­ar Jóns­son­ar. Síðast sást til hans í Whitehall-hverf­inu í Dublin klukk­an rétt rúm­lega ell­efu fyr­ir há­degi laug­ar­dag­inn 9. fe­brú­ar. Ljósmynd/Aðsend

Fjölskylda Jóns Þrastar Jónssonar, sem hvarf sporlaust í Dublin á Írlandi í febrúar, hefur opnað heimasíðu þar sem finna má allar upplýsingar um Jón. Fjölskyldan er gjörsamlega ráðþrota vegna hvarfs Jóns Þrastar en hyggst ekki gefast upp. „Staðan er óbreytt, eina sem hefur gerst er að tíminn hefur liðið. En að öðru leyti er rannsóknin á mjög svipuðum stað,“ segir Davíð Karl Wiium, bróðir Jóns Þrastar, í samtali við mbl.is.

Þrír mánuðir eru liðnir frá hvarfi Jóns Þrast­ar Jóns­son­ar. Rann­sókn máls­ins hef­ur lítið sem ekk­ert miðað áfram frá því að björg­un­ar­sveit kembdi leit­ar­svæði í borg­inni í byrj­un mars og ábend­ing barst um að Jón Þröst­ur hefði mögu­lega ferðast með leigu­bíl.

Síðast sást til Jóns Þrast­ar í Whitehall-hverf­inu klukk­an rétt rúm­lega ell­efu fyr­ir há­degi, laug­ar­dag­inn 9. fe­brú­ar. Jón Þröst­ur lenti í borg­inni kvöldið áður en hann hvarf en hann ætlaði að taka þátt í pókermóti sem hófst á miðviku­deg­in­um í vik­unni á eft­ir.

Heimasíðan, jonjonssonmissing.com, er fyrst og fremst stofnuð til að halda utan um allar upplýsingar á einum stað sem og til að ná til fólks sem er ekki á Facebook, en fjölskyldan hefur hingað til notað Facebook til að koma upplýsingum til skila til almennings og óskað eftir aðstoð.

Fjöl­skylda Jóns Þrast­ar hef­ur verið með ann­an fót­inn á Írlandi frá því að leit­in að hon­um hófst en aðeins hefur dregið úr veru fjölskyldunnar í borginni eftir því sem tíminn líður og enginn úr fjölskyldunni er í Dublin þessa stundina. „En við erum að flakka fram og til baka. Bróðir minn kom heim fyrir viku síðan og er að fara aftur út,“ segir Davíð.  

Lögreglan getur ekki lokað málinu án þess að láta vita

Fjölskyldan á í góðum samskiptum við írsku lögregluna og fundar reglulega með fulltrúum hennar í Dublin. „En það er voða lítið að frétta, því miður. En við opnuðum þessa heimasíðu, erum virk á samfélagsmiðlum og höldum góðu sambandi við lögregluna. Það er voða lítið sem við getum annað gert akkúrat eins og staðan er núna,“ segir Davíð.  

Von er á upplýsingum frá lögreglunni á næstu dögum um stöðu rannsóknarinnar. „Það er ekki búið að loka málinu og þeir geta ekki gert það án þess að láta okkur vita og gefa okkur færi á að andmæla,“ segir Davíð og bætir við að lögreglan hafi frá upphafi verið opin með rannsóknina. „En þeir vilja ekki segja eftir hvaða kenningum þeir vinna eða hvað þeir telja líklegt og hvað ekki.“

Langlíklegast að hann sé ekki á lífi

Davíð segist hins vegar gera sér grein fyrir að líklegt verður að teljast að Jón Þröstur sé ekki á lífi. „Fyrir mitt leyti veit ég alveg að það er langlíklegast að hann er ekki á lífi en það er ekki hægt að útiloka neitt. Hvort sem hann er á lífi eða ekki breytir það því ekki að við þurfum einhvers konar málalok.“

„Það þarf að finna einhvern meðalveg. Lífið heldur áfram og maður reynir að vera jákvæður og allt það, en á meðan að halda málinu gangandi án þess að það sé alltaf í undirmeðvitundinni og dragi mann niður,“ segir Davíð.

mbl.is

Innlent »

Ályktun Íslands braut ísinn

11:50 Justine Balene, íbúi á Filippseyjum, segir ályktun Íslands í mannréttindaráði Sameinuðu þjóðanna hafa verið fyrstu alþjóðlegu aðgerðina vegna stríðsins gegn fíkniefnum, sem hefur kostað meira en 30.000 manns lífið þar í landi, mestmegnis óbreytta borgara. Meira »

Björguðu ketti ofan af þaki

08:40 Eftir mikinn eril hjá slökkviliði höfuðborgarsvæðisins í gærkvöldi, þegar það sinnti þremur brunaútköllum og fjölda sjúkraflutninga vegna slysa á fólki í miðbænum, var nóttin nokkuð tíðindalaus. Meira »

„Svikalogn“ á vesturströndinni á morgun

07:32 Gul viðvörun er í gildi á höfuðborgarsvæðinu, í Faxaflóa, á Suður- og Suðausturlandi og á miðhálendinu síðdegis í dag þegar lægð, sem nú er stödd syðst á Grænlandshafi, gengur yfir landið. Meira »

Í ýmsu að snúast hjá lögreglu

07:16 Menningarnótt fór vel fram í alla staði, að því er fram kemur í dagbók lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Þar segir að mikill fjöldi gesta hafi lagt leið sína í miðborg Reykjavíkur og að 141 mál hafi komið upp á löggæslusvæði 1 frá sjö í gærkvöldi og til klukkan fimm í morgun. Meira »

Tugþúsundir fylgdust með

Í gær, 23:15 Menningarnótt hefur farið mjög vel fram í alla staði, segir Unnar Már Ástþórsson, aðalvarðstjóri í lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu þegar blaðamaður mbl.is ræddi við hann í kvöld. Flugeldasýningin hófst klukkan 23:10 og var lokaatriði Menningarnætur 2019. Tugþúsundir fylgdust með. Meira »

Mikið að gera hjá slökkviliðinu

Í gær, 21:45 Það hefur verið annasamt það sem af er kvöldi hjá slökkviliði höfuðborgarsvæðisins. Þrjú brunaútköll og mikið álag vegna slysa í miðbæ Reykjavíkur. Þetta segir varðstjóri slökkviliðsins á höfuðborgarsvæðinu í samtali við mbl.is. Meira »

Loksins gekk potturinn út

Í gær, 19:56 Loksins gekk lottópotturinn út en hann var áttfaldur í kvöld og nam alls 131 milljón króna. Fimm miðaeigendur voru með allar tölur réttar og fær hver þeirra rúmlega 26 milljónir króna í sinn hlut. Meira »

Stormviðvörun á höfuðborgarsvæðinu

Í gær, 19:41 Gefin hefur verið út gul stormviðvörun um sunnan- og vestanvert landið á morgun en spáð er 30-35 m/s í hviðum á Kjalarnesi, undir Hafnarfjalli og Eyjafjöllum. Höfuðborgarbúar eru beðnir um að ganga frá lausum munum, svo sem garðhúsgögnum og trampólínum til að forðast tjón. Meira »

Terturnar komu í lögreglufylgd

Í gær, 19:23 Brauðterturnar sem tóku þátt í brauðtertusamkeppni í Listasafni Reykjavíkur í dag komu til keppni í lögreglufylgd. Alls voru brauðterturnar 17 talsins sem tóku þátt í keppninni, að sögn Erlu Hlynsdóttur, sem var í dómnefnd keppninnar. Meira »

Kæra niðurfellingu máls

Í gær, 18:35 Foreldar ungrar konu sem lést í kjölfar afskipta lögreglu af henni í apríl síðastliðnum hafa kært ákvörðun héraðssaksóknara um niðurfellingu málsins til ríkissaksóknara. Meira »

7203 hlupu 10 km

Í gær, 18:06 Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka fór fram í 36.sinn í frábæru hlaupaveðri í dag. Til þátttöku voru skráðir 14.667 hlauparar á öllum aldri. Þátttökumet var sett í 10 km hlaupinu þar sem 7203 tóku þátt og 3 km skemmtiskokki þar sem 2436 voru skráðir til þátttöku. Meira »

Mikil gleði í miðborginni

Í gær, 18:06 „Við erum bara í hæstu hæðum. Þetta hefur gengið alveg ótrúlega. Ótrúlega mikið af fólki, sólin að skína á okkur og mikið af viðburðum út um allt. Þannig að við erum alveg ótrúlega sátt og glöð,“ segir Björg Jónsdóttir, verkefnisstjóri menningarnætur, í samtali við mbl.is. Meira »

Tekur hart á unglingadrykkju

Í gær, 16:44 Lögreglan mun taka hart á drykkju unglinga á Menningarnótt og biður foreldra um að taka þátt í að koma í veg fyrir hana. Unglingar yngri en 16 ára verða færðir í athvarf séu þeir úti eftir lögboðinn útivistartíma. Meira »

Fólk eigi að geta notað peninga

Í gær, 16:20 „Ég veit ekki til þess að þetta sé beinlínis bannað með lögum,“ segir Breki Karlsson, formaður Neytendasamtakanna, spurður um greiðslufyrirkomulag hjá Air Iceland Connect. Flugfélagið tekur ekki við peningum í greiðslu fyrir flug heldur eingöngu kortum. Meira »

Áheitametið fallið

Í gær, 16:07 Áheitametið í tengslum við Reykjavíkurmaraþonið frá því í fyrra er fallið og allt stefnir í að áheitin fari yfir 160 milljónir í ár, en þau eru þegar komin í rúmlega 159 milljónir króna. Áheitasöfnunin verður opin til miðnættis á mánudag. Meira »

14 aukavagnar vegna álags

Í gær, 15:47 Það er óhætt að segja að mikið er um að vera hjá Strætó í dag, en að venju boðið er frítt far vegna menningarnætur. Þá er þetta mesti álagsdagur ársins hjá fyrirtækinu, að sögn Guðmundar Heiðars Helgasonar, upplýsingafulltrúa Strætó bs. Meira »

Taka ekki við peningum sem greiðslu

Í gær, 14:45 Flugfarþegar með innanlandsflugi Air Iceland Connect geta ekki greitt fyrir flugfarið með peningaseðlum. Eingöngu er tekið við greiðslum með kortum í afgreiðslunni. Þessi breyting tók gildi fyrir um ári síðan. Meira »

Eins og að fara í ræktina

Í gær, 14:28 Mannræktarstarfi frímúrara má líkja við það að stunda líkamsrækt. Þetta segir Valur Valsson stórmeistari Frímúrarareglunnar en í ár eru 45 ár liðin frá því að hann gekk í Regluna. Hann segir eðlilegar ástæður fyrir þeirri leynd sem starf frímúrara hefur verið sveipað í aldanna rás. Meira »

Ákærðir fyrir stórfellt fíkniefnabrot

Í gær, 13:22 Þrír ungir Íslendingar hafa verið ákærðir fyrir að flytja rúm 16 kíló af kókaíni í gegnum Keflavíkurflugvöll í maí. Mennirnir eru fæddir árin 1996 og 1999 og hafa ekki áður komið við sögu hjá lögreglu. Meira »
Þreyttur á reykinga- myglulykt, lausn ?
Eyðir flest allri ólykt, m.a. Myglu-gró ásamt og raka- reykinga- og brunalykt. ...
www.flutningur.is 5753000 sendibilastöð
Sendibílaþjónusta. Kranabíll. Pianoflutningar. Gámaflutningar og gámaleiga. Kri...
Byggingaverktakar - Byggingastjórn - Meistarar - Eignaskiptayfirlýsingar
Byggingaverktakr - Byggingastjórn - Húsasmíðameistari - Eignaskiptayfirlýsingar ...
Fágætar vínilplötur í Kolaportinu!!
Mikið úrval af fágætum vínilplötum í Kolaportinu við gluggavegg miðjan sjávarmeg...