Vísir að skógi úr „holu íslenskra fræða“ afhentur Skógræktarfélagi Reykjavíkur

Guðrún Nordal afhendir Jóhannesi Benediktssyni, formanni Skógræktarfélagi Reykjavíkur, trjáplöntu.
Guðrún Nordal afhendir Jóhannesi Benediktssyni, formanni Skógræktarfélagi Reykjavíkur, trjáplöntu. mbl.is/​Hari

Guðrún Nordal, forstöðumaður stofnunar Árna Magnússonar, afhenti í dag Skógræktarfélagi Reykjavíkur tré sem fjarlægð voru úr svokallaðri „holu íslenskra fræða“ þar sem Hús íslenskunnar á að rísa. 

Fór afhending trjánna fram í lok ársfundar stofnunar Árna Magnússonar í morgun. Lét Guðrún þess getið við afhendingu að búið væri að kolefnisjafna fyrir fundinn þar sem prentaðri ársskýrslu stofnunarinnar var dreift.

Guðrún Nordal með framtíðarskóglendi í Holu íslenskra fræða
Guðrún Nordal með framtíðarskóglendi í Holu íslenskra fræða mbl.is/​Hari

Trén umræddu og annar gróður höfðu fengið að vaxa óáreitt í holunni á þeim árum sem hún hefur staðið óhreyfð en framkvæmdir hefjast von bráðar á svæðinu. 

Í gær var staðfest að haldið yrði áfram með byggingu Húss íslenskunnar. Hefur verkefnið haft langan aðdraganda en það var samþykkt á Alþingi árið 2005 og fyrsta skóflustungan var gerð á svæðinu í mars 2013.

Var framkvæmdum þó frestað tímabundið í kjölfar efnahagshrunsins og hefur holan staðið óáreitt síðan og ýmiss konar gróður skotið þar rótum. 

Mun byggingin geyma sérhönnuð rými fyrir varðveislu, rannsóknir og sýningu á skinnhandritum. Mun Stofnun Árna Magnússonar, sem sér um umsjón íslenskra skinnhandrita, hafa aðstöðu í húsinu ásamt íslensku- og menningardeild Háskóla Íslands.

Trjáplanta afhent Jóhannesi Benediktssyni, formanni Skógræktarfélagi Reykjavíkur og Helga Gíslasyni ...
Trjáplanta afhent Jóhannesi Benediktssyni, formanni Skógræktarfélagi Reykjavíkur og Helga Gíslasyni framkæmdarstjóra félagsins. mbl.is/​Hari

Í upplýsingum frá Stofnun Árna Magnússonar kemur fram að starfsmenn stofnunarinnar hafi tekið upp um hundrað sjálfsáðar plöntur og sett þær í potta. Kemur þar fram að nóg sé enn eftir af trjáplöntum í holunni.

Helgi Gíslason, framkvæmdarstjóri Skógæktarfélags Reykjavíkur, og Jóhannes Benediktsson, formaður félagsins, veittu trjáplöntunum viðtöku og sögðust mundu sjá til þess að ræktaður yrði upp trjálundur sem myndi minna á auðlegðina sem fælist í íslenskum fræðum.

Er stærsta trjáplantan sem var afhent sögð hafa verið um 2,5 m á hæð en hún á að hafa skotið djúpum rótum í grunninum.

mbl.is

Innlent »

Arnar og Hólmfríður Íslandsmeistarar

12:25 Arnar Pétursson var fyrstur í mark í maraþoni Reykjavíkurmaraþons Íslandsbanka, sem jafnframt er Íslandsmeistaramót í maraþoni og er Arnar því Íslandsmeistari fjórða árið í röð. Meira »

Hlekktist á við lendingu

12:02 Kennsluvél á vegum Keilis hlekktist á í lendingu á flugvellinum á Flúðum í morgun. Einn nemandi var um borð í vélinni en hann sakaði ekki. Meira »

Er ekki nóg að hafa hitt?

11:10 „Eins og flestum mun vera ljóst þá er það að missa barn eitthvað það þungbærasta sem hægt er að ímynda sér. Eitthvað sem enginn vill og enginn ætti að þurfa að lenda í. En lifi maður það af sjálfur verður það kannski til þess að maður kann betur að meta það sem vel hefur tekist til.“ Meira »

Átta nauðganir til rannsóknar

10:51 Lögreglan á Suðurnesjum rannsakaði 42 kynferðisbrot, þar af átta nauðganir, á síðasta ári. Slík brot „voru nokkuð mörg“ að því er fram kemur í ársskýrslu embættisins. Rannsókn kynferðisbrotamálanna er í forgangi hjá embættinu og stefnt er að því að ljúka henni á 60 dögum. Meira »

„Ég er ekki sú sama og ég var“

10:39 „Það er erfitt að setja stiku á breytingarnar sem orðið hafa hjá mér sl. tvö ár. Ég er ekki sú sama og ég var, en hluti af mér er enn til staðar. Eftir að ég stóð upp og sagði frá því að ég væri með Alzheimer upplifði ég frjálsræði og skömmin sem ég upplifði af því að vera með sjúkdóminn hvarf,“ segir Ellý Katrín Guðmundsdóttir, sem greindist með Alzheimersjúkdóminn fyrir fjórum árum, þá 51 árs gömul. Meira »

Aldrei fleiri hlaupið 10 kílómetrana

10:23 Hátt í þrjúþúsund keppendur í 10 kílómetra hlaupi Reykjavíkurmaraþons Íslandsbanka hlupu af stað frá Lækjargötu á tíunda tímanum í morgun. Meira »

Miðborgin ein allsherjargöngugata

10:03 Á Menningarnótt er miðborg Reykjavíkur breytt í eina allsherjargöngugötu og lokað fyrir almenna bílaumferð frá Snorrabraut að Ægisgötu klukkan sjö í morgun. Opnað verður aftur fyrir almenna umferð klukkan eitt í nótt. Meira »

Erill hjá lögreglu í nótt

09:14 Tilkynnt var um æstan einstakling í Hlíðahverfi í Reykjavík á tólfta tímanum í gærkvöldi, en eftir viðræður við lögreglu hélt hann sína leið. Þá voru þrír handteknir í miðbænum rétt fyrir miðnætti, grunaðir um innbrot í bifreið. Þeir voru allir vistaðir í fangageymslu í þágu rannsóknar málsins. Meira »

36. Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka hafið

08:40 Ræst var út í Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka í 36. sinn í Lækjargötu nú klukkan 8:40. Keppendur í heil- og hálfmaraþoni eru því lagðir af stað í 21 og 42 kílómetra hlaup. Meira »

Ræddu um að loka Hvalfjarðargöngum

08:18 Spennuþrungið ástand var fram eftir sumri 2018 þegar reynt var að ná samkomulagi við ríkið um hvernig staðið yrði að afhendingu ganganna í lok september, að því er fram kemur í Morgunblaðinu í dag. Meira »

Bankastjóri gekk í hús

08:10 Birna Einarsdóttir, bankastjóri Íslandsbanka, gekk í hús í nokkrum af þeim götum sem farið verður um í Reykjavíkurmaraþoninu ásamt samstarfsfólki sínu á fimmtudag og þakkaði fólki fyrir stuðninginn undanfarin ár. Meira »

Hagnaður tryggingafélaga áttfaldast milli ára

07:37 Samanlagður hagnaður stóru tryggingafélaganna þriggja fyrir skatta, TM, Sjóvá og VÍS, nær áttfaldast á milli ára, sé horft til fyrstu sex mánaða þessa árs í samanburði við fyrstu sex mánuði síðasta árs. Meira »

Viðrar ágætlega til Menningarnætur

07:35 Útlit er fyrir hæga breytilega átt á mestöllu landinu í dag, laugardag, og væntanlega verður skýjað að mestu og dálitlir skúrir á víð og dreif. Þetta kemur fram í hugleiðingum veðurfræðings Veðurstofu Íslands. Meira »

Á rúmlega tvöföldum hámarkshraða

07:19 Ökumaður var stöðvaður á Reykjanesbraut á tíunda tímanum í gærkvöldi eftir að bifreið hans mældist á 185 km/klst, en þar er hámarkshraði 90 km/klst. Meira »

Jarðskjálfti í Krýsuvík í nótt

07:14 Jarðskjálfti af stærð 3,4 varð í Krýsuvík kl. 01:34 í nótt. Nokkrir eftirskjálftar fylgdu í kjölfarið ern voru þeir allir undir 1 að stærð. Meira »

Fyrsta barn ársins fætt í Eyjum

05:30 Fyrsta barn ársins í Vestmannaeyjum fæddist þriðjudaginn 20. ágúst. Það var stúlka, 16 merkur og 53 cm. Að sögn móður stúlkunnar gekk fæðingin vel og heilsast þeim mæðgum vel. Meira »

Hefur áhyggjur af íslenskunni

05:30 „Ég hef fyrst og fremst áhyggjur af því hvernig enskuáhrifin eru yfirgnæfandi. Maður sér þess víða merki, til dæmis í töluðu máli og í skrifum fólks á netinu. Heilu setningarnar og frasarnir hafa ruðst inn í málið; má þar nefna orð sem notuð eru í daglegu tali, svo sem „actually“ og „basically“, án þess að nokkur þörf sé á því.“ Meira »

Geta valið bestu markaði fyrir kjötið

05:30 Mikil og vaxandi eftirspurn er eftir lambakjöti í Evrópu, að sögn Ágústs Andréssonar, forstöðumanns kjötafurðastöðvar KS. Skapar það tækifæri fyrir kjötútflytjendur að velja sér betri markaði en áður. Meira »

Sérsveitin brást við 200 vopnaútköllum

05:30 Sérsveit Ríkislögreglustjóra sinnti 416 sérsveitarverkefnum í fyrra og báru sérsveitarmenn skotvopn í 230 tilfellum.  Meira »
Útsala .Kommóða ofl.
Til sölu 3ja skúffu kommóða,mjög vel útítandi,ljös viðarlit.. Verð kr 2000.. Ei...
Barnakerra
Til sölu Emmaljunga barnakerra. (Kerruvagn) Vel með farinn. Tilboð óskast...Sím...
Eldhússtólar
Til sölu 6 stk eldhússtólar, hvítir á stálfótum. Vel útlítandi. Verð kr 2500 st...