Bærilegt útlit í gistiþjónustu

Ánægðir ferðamenn á Þingvöllum.
Ánægðir ferðamenn á Þingvöllum. mbl.is/Sigurður Bogi

„Menn finna fyrir minnkun í apríl og maí. Sumarið virðist líta bærilega út, allavega hér á höfuðborgarsvæðinu og suðvesturhorninu,“ sagði Kristófer Óliversson, framkvæmdastóri Center hótela og formaður FHG-fyrirtækja í hótel- og gistiþjónustu, um bókanir á gistingu.

Hann sagði að gjaldþrot WOW air og kyrrsetning Boeing 737 MAX 8 flugvéla Icelandair hefðu valdið mikilli óvissu. Einnig hefðu verkföll orðið á versta tíma þegar undirbúningur sumarsins hefði átt að standa sem hæst. Verkföllin hefðu valdið hótelunum miklu tekjutapi. Launahækkun í kjölfar kjarasamninganna hefði komið þyngra niður á hótelum og gistihúsum en öðrum atvinnugreinum. Auk þess þyrftu hótel og gistihús að greiða sérstaka skatta, eins og gistináttagjald. Allt þetta þyngdi reksturinn og margir fyndu fyrir því.

Kristófer sagði að bókunarstaða hótelanna yfir sumarið væri nú svipuð og á sama tíma í fyrra. „Stóra áhyggjuefni ferðaþjónustunnar í heild er að svo virðist sem árstíðasveiflan, sem okkur tókst svo vel að vinna gegn á undanförnum árum, virðist vera að aukast aftur. Aðsóknin utan sumarsins er ekki jafn sterk og hún var orðin. Aukningin í ferðaþjónustunni varð ekki síst á veturna þegar innviðirnir höfðu verið illa nýttir. Norðurljósaferðir og annað bætti úr því,“ segir Kristófer í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 2.185 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »