Fjöldi farþega að nálgast 200 þúsund

Hin árlega vertíð skemmtiferðaskipanna til Reykjavíkur hefst fyrir alvöru í dag, fimmtudag. Eitt af stærri skipum sumarsins, Celebrity Reflection, er væntanlegt að Skarfabakka í Sundahöfn klukkan 13. Skipið er 125.366 brúttótonn og tekur 3.046 farþega.

Árið í ár verður það stærsta hvað varðar skipakomur farþegaskipa og farþegafjölda hingað til lands. Alls eru áætlaðar 199 skipakomur 85 farþegaskipa til Faxaflóahafna (Reykjavík og Akranes) með 188.962 farþega.

Samanlagður fjöldi farþega og áhafna skipanna er 272.119. Árið 2001 komu 27.574 farþegar með skemmtiferðaskipum svo fjölgunin hefur verið ævintýraleg á þessari öld, að því er fram kemur í umfjöllun um skipakomur ársins í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert