Skaðabótaskylda eintóm fantasía

Carl Bau­den­bacher, fyrr­ver­andi dóm­ari við EFTA-dóm­stól­inn, mætti fyrir utanríkismálanefnd í ...
Carl Bau­den­bacher, fyrr­ver­andi dóm­ari við EFTA-dóm­stól­inn, mætti fyrir utanríkismálanefnd í dag. mbl.is/​Hari

Carl Bau­den­bacher, fyrr­ver­andi for­seti EFTA-dóm­stóls­ins, kom fyrir fund utanríkismálanefndar í morgun. Þar sagði hann að í grunninn yrðu Íslendingar að innleiða þriðja orkupakkann, því annars væri EES-samningnum teflt í tvísýnu.

Á fundinum voru fulltrúar allra stjórnmálaflokka á Íslandi nema Miðflokksins.

„Grein 102.5 í EES-samningnum, sem gerir Íslendingum kleift að beita neitunarvaldi sínu, hefði þurft að vera notuð áður en samið var um orkupakkann í sameiginlegu EES-nefndinni,“ segir Baudenbacher. Eftir að það var gert segir hann að lítið sé hægt að gera, án þess að fara í mjög erfiða stöðu gagnvart EES-samningnum. Þetta væri ekki rétta málið til þess að beita ákvæðinu.

Þá sagði hann þá sem bera saman Icesave-samninginn og þetta mál fara með fleipur. „Að bera Icesave-samninginn saman við þetta er að bera saman epli og appelsínur. Icesave var ákveðið löglega, ekki pólitískt. Orkupakkinn er pólitískur og ákvörðunin er ekki ákveðin í rétti,“ sagði hann.

Þá segir hann að jafnt Svisslendingar, Íslendingar, Norðmenn og Lichtenstein-búar yrðu að sjá hið góða í samningnum. „Ef Ísland segir nei yrðu allir að segja nei, þar sem EFTA-ríkin þurfi að mæla einum rómi. Lichtenstein og Noregur verða ekki ánægðir með höfnun Íslendinga á þessu. Olíu- og orkuráðherrann norski hefur sagst vona til þess að Ísland myndi samþykkja þetta,“ sagði Baudenbacher.

Andstæðingar nýta sér veikleika ESB

Baudenbacher sagði viðbúið að stjórnmálamenn andsnúnir orkupakkanum nýti höggstað þann sem er að finna á Evrópusambandinu um þessar mundir til styrktar málstað sínum. Evrópusambandið sé í vandræðum, það hafi verið berskjaldað fyrir „miðfælnum“ öflum undanfarið, það er þeim sem hugnast ekki aukin miðstýring þess eða vilja beinlínis út. Grikkland, innflytjendavandinn, Ítalía og Austurríki, Brexit.

Baudenbacher segir ESB til dæmis orðið harðara við Sviss, sem annars hefur fengið að velja og hafna nokkuð eftir eigin geðþótta, eftir allan erfiðleikann með Breta, sem sagt Brexit. Svisslendingar vildu sumir fara í Evrópudómstólinn (ECJ) en andstaðan var of mikil. Með þessu vildu þeir sumir fara bakdyramegin inn í Evrópusambandið. 2017 gaf ESB þá Sviss sérstakan gerðardóm sem svo þurfti að hlíta ákvörðunum Evrópudómstólsins í einu og öllu. ESB lokaði þá á Sviss að hluta frá innri markaði ESB vegna þess að þeir voru seinir að samþykkja þá ráðstöfun.

Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, spurði um þá staðreynd að háværustu andstæðingar pakkans nú hefðu ekki mótmælt honum þegar þeir voru við stjórnartaumana 2013-2016. „Kemur það þér á óvart?“ spurði Logi Baudenbacher. „Og erum við búin að missa tækifærið til þess að mótmæla pakkanum?“

Þessu svaraði Baudenbacher: „Ég býst ekki við að það sem ég segi hér falli í kramið hjá Morgunblaðinu,“ sagði hann og uppskar hlátur fundarmanna. „En þessir fyrrum ráðherrar eru margir kunnir mér og eru góðir menn. Ef þeir ákveða að fara í aðra átt núna og skipta um skoðun þá er það bara þeirra mál.“

„Ég myndi þó ekki segja að við erum búin að missa tækifærið en lögmenn munu segja: þið hefðuð átt að mótmæla fyrr,“ sagði hann.

Framsal á auðlindum?

„Erum við að missa stjórn yfir auðlindunum og þar af leiðandi eigið fullveldi?“ spurði Ari Trausti Guðmundsson, þingmaður Vinstri grænna.

„Það er á hreinu að ef fólk ræðst á verkefni eins og þetta gera þau það með slagorðum,“ sagði hann fyrst um andstæðingana. „Það sem ég hef reynt að gera er að sýna lögfræðilega fram á að málstaðurinn gengur ekki upp. Heldurðu að Norðmenn hefðu gengið í þetta samkomulag ef í því hefði falist framsal á auðlindum? Þeir eru alveg jafnuppteknir af sínu fullveldi og þið,“ sagði hann svo. „Um sæstrenginn ráðið þið ein og engin annar,“ sagði hann. Það væri þannig annað mál. Skaðabótaskylda Íslands á grundvelli fjórfrelsisins ef við neitum að gera sæstreng segir Baudenbacher þá að sé „eintóm fantasía“ og myndi aldrei gerast.

Ari Trausti Guðmundsson, VG, Logi Einarsson, XS, Inga Sæland, Flokki ...
Ari Trausti Guðmundsson, VG, Logi Einarsson, XS, Inga Sæland, Flokki fólksins mbl.is/​Hari
mbl.is

Innlent »

Áheitametið fallið

16:07 Áheitametið í tengslum við Reykjavíkurmaraþonið frá því í fyrra er fallið og allt stefnir í að áheitin fari yfir 160 milljónir í ár en þau eru þegar komin í rúmlega 159 milljónir króna. Áheitasöfnunin verður opin til miðnættis á mánudag. Meira »

14 aukavagnar vegna álags

15:47 Það er óhætt að segja að mikið er um að vera hjá Strætó í dag, en að venju boðið er frítt far vegna menningarnætur. Þá er þetta mesti álagsdagur ársins hjá fyrirtækinu, að sögn Guðmundar Heiðars Helgasonar, upplýsingafulltrúa Strætó bs. Meira »

Taka ekki við peningum sem greiðslu

14:45 Flugfarþegar með innanlandsflugi Air Iceland Connect geta ekki greitt fyrir flugfarið með peningaseðlum. Eingöngu er tekið við greiðslum með kortum í afgreiðslunni. Þessi breyting tók gildi fyrir um ári síðan. Meira »

Eins og að fara í ræktina

14:28 Mannræktarstarfi frímúrara má líkja við það að stunda líkamsrækt. Þetta segir Valur Valsson stórmeistari Frímúrarareglunnar en í ár eru 45 ár liðin frá því að hann gekk í Regluna. Hann segir eðlilegar ástæður fyrir þeirri leynd sem starf frímúrara hefur verið sveipað í aldanna rás. Meira »

Ákærðir fyrir stórfellt fíkniefnabrot

13:22 Þrír ungir Íslendingar hafa verið ákærðir fyrir að flytja rúm 16 kíló af kókaíni í gegnum Keflavíkurflugvöll í maí. Mennirnir eru fæddir árin 1996 og 1999 og hafa ekki áður komið við sögu hjá lögreglu. Meira »

Lampi úr fataafgöngum á tískuviku

13:20 Lampi og borð úr gömlum bómullar- og ullartextíl sem er pressaður saman verða meðal þess sem íslenska frumkvöðlafyrirtækið FÓLK mun kynna á alþjóðlegu stórsýningunni Maison & Objet sem fram fer í París 6.-10. september og er hluti af tískuvikunni þar í borg. Meira »

„Minni háttar sem betur fer“

12:38 „Þetta var minni háttar sem betur fer. Engin slys og vélin skemmdist lítið,“ segir Rúnar Árnason, forstöðumaður Flugakademíu Keilis. Kennslu­vél á veg­um akademíunnar hlekkt­ist á í lend­ingu á flug­vell­in­um á Flúðum í morg­un. Meira »

Arnar og Hólmfríður Íslandsmeistarar

12:25 Arnar Pétursson var fyrstur í mark í maraþoni Reykjavíkurmaraþons Íslandsbanka, sem jafnframt er Íslandsmeistaramót í maraþoni og er Arnar því Íslandsmeistari fjórða árið í röð. Meira »

Hlekktist á við lendingu

12:02 Kennsluvél á vegum Keilis hlekktist á í lendingu á flugvellinum á Flúðum í morgun. Einn nemandi var um borð í vélinni en hann sakaði ekki. Meira »

Er ekki nóg að hafa hitt?

11:10 „Eins og flestum mun vera ljóst þá er það að missa barn eitthvað það þungbærasta sem hægt er að ímynda sér. Eitthvað sem enginn vill og enginn ætti að þurfa að lenda í. En lifi maður það af sjálfur verður það kannski til þess að maður kann betur að meta það sem vel hefur tekist til.“ Meira »

Átta nauðganir til rannsóknar

10:51 Lögreglan á Suðurnesjum rannsakaði 42 kynferðisbrot, þar af átta nauðganir, á síðasta ári. Slík brot „voru nokkuð mörg“ að því er fram kemur í ársskýrslu embættisins. Rannsókn kynferðisbrotamálanna er í forgangi hjá embættinu og stefnt er að því að ljúka henni á 60 dögum. Meira »

„Ég er ekki sú sama og ég var“

10:39 „Það er erfitt að setja stiku á breytingarnar sem orðið hafa hjá mér sl. tvö ár. Ég er ekki sú sama og ég var, en hluti af mér er enn til staðar. Eftir að ég stóð upp og sagði frá því að ég væri með Alzheimer upplifði ég frjálsræði og skömmin sem ég upplifði af því að vera með sjúkdóminn hvarf,“ segir Ellý Katrín Guðmundsdóttir, sem greindist með Alzheimersjúkdóminn fyrir fjórum árum, þá 51 árs gömul. Meira »

Aldrei fleiri hlaupið 10 kílómetrana

10:23 Rúmlega sjöþúsund keppendur í 10 kílómetra hlaupi Reykjavíkurmaraþons Íslandsbanka hlupu af stað frá Lækjargötu á tíunda tímanum í morgun. Meira »

Miðborgin ein allsherjargöngugata

10:03 Á Menningarnótt er miðborg Reykjavíkur breytt í eina allsherjargöngugötu og lokað fyrir almenna bílaumferð frá Snorrabraut að Ægisgötu klukkan sjö í morgun. Opnað verður aftur fyrir almenna umferð klukkan eitt í nótt. Meira »

Erill hjá lögreglu í nótt

09:14 Tilkynnt var um æstan einstakling í Hlíðahverfi í Reykjavík á tólfta tímanum í gærkvöldi, en eftir viðræður við lögreglu hélt hann sína leið. Þá voru þrír handteknir í miðbænum rétt fyrir miðnætti, grunaðir um innbrot í bifreið. Þeir voru allir vistaðir í fangageymslu í þágu rannsóknar málsins. Meira »

36. Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka hafið

08:40 Ræst var út í Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka í 36. sinn í Lækjargötu nú klukkan 8:40. Keppendur í heil- og hálfmaraþoni eru því lagðir af stað í 21 og 42 kílómetra hlaup. Meira »

Ræddu um að loka Hvalfjarðargöngum

08:18 Spennuþrungið ástand var fram eftir sumri 2018 þegar reynt var að ná samkomulagi við ríkið um hvernig staðið yrði að afhendingu ganganna í lok september, að því er fram kemur í Morgunblaðinu í dag. Meira »

Bankastjóri gekk í hús

08:10 Birna Einarsdóttir, bankastjóri Íslandsbanka, gekk í hús í nokkrum af þeim götum sem farið verður um í Reykjavíkurmaraþoninu ásamt samstarfsfólki sínu á fimmtudag og þakkaði fólki fyrir stuðninginn undanfarin ár. Meira »

Hagnaður tryggingafélaga áttfaldast milli ára

07:37 Samanlagður hagnaður stóru tryggingafélaganna þriggja fyrir skatta, TM, Sjóvá og VÍS, nær áttfaldast á milli ára, sé horft til fyrstu sex mánaða þessa árs í samanburði við fyrstu sex mánuði síðasta árs. Meira »
Til sölu byggingarkrani
Byggingarkrani. Liebherr 112 EC-H árg. 1992, með skoðun og í notkun. Áhugasamir ...
Lok á heita potta og hitaveituskeljar
Lok á heita potta og hitaveitu- skeljar Stærðir í cm: 200x200, 210x210, 220x220,...
Þreyttur á reykinga- myglulykt, lausn ?
Eyðir flest allri ólykt, m.a. Myglu-gró ásamt og raka- reykinga- og brunalykt. ...
Til leigu
3 herbergja íbúð með bílskúr í 110 Reykjavík. Langtímaleiga. Verð 245 þús. Gæ...