Vegagerðin geti farið í gerðardóm

Nýr Herjólfur í Póllandi.
Nýr Herjólfur í Póllandi. Ljósmynd/Vegagerðin

„Þetta er leið sem stöðin hefur þegar boðið Vegagerðinni, og stendur það boð enn,“ segir Krzysztof Kulczycki, stjórnarformaður pólsku skipasmíðastöðvarinnar Crist S.A., í samtali við Eyjar.net um deiluna á milli Vegagerðarinnar og skipasmíðastöðvarinnar um nýjan Herjólf og vísar þar til þeirrar leiðar að Vegagerðin greiði uppsett verð fyrir ferjuna en deila um viðbótargreiðslur sem stöðin telur sig eiga rétt á fari fyrir gerðardóm.

Segir Kulczycki það vilja sinn að hægt verði að setjast aftur niður með stjórnendum Vegagerðarinnar til að reyna að leysa málið. Lögfræðingur Crist S.A., Marek Czernis, segir að greiði Vegagerðin uppsett verð verði ferjan afhent tafarlaust. Vegagerðin hafi síðan rétt til þess að vísa málinu til gerðardóms í samræmi við samning hennar við skipasmíðastöðina. Kulczycki segir að yrði fallist á þetta færi af stað ferli sem tæki töluverðan tíma.

Komi til þess að Vegagerðin fái endurgreidda bankatrygginguna sem hún lagði fram vegna verksins verði Herjólfur settur í söluferli, en áður hefur komið fram að skipasmíðastöðin muni þá líta svo á að samningnum um smíði ferjunnar hafi verið rift.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert