Afkoma betri en spáð var

Niðurstaða ársreiknings bæjarsjóðs og samstæðu Reykjanesbæjar er sú besta sem …
Niðurstaða ársreiknings bæjarsjóðs og samstæðu Reykjanesbæjar er sú besta sem sést hefur í 25 ára sögu sveitarfélagsins.

Rekstrarniðurstöður úr ársreikningum stærstu sveitarfélaga landsins eru betri en fjárhagsáætlanir gerðu ráð fyrir miðað við niðurstöður A- og B-hluta sveitarsjóða. Niðurstöðurnar eru einnig jákvæðari, en bráðabirgðaniðurstaða Hagstofunnar frá því í mars fyrir allt landið gerði ráð fyrir 7,5 milljarða halla.

Í umfjöllun um fjárhag sveitarfélaga í Morgunblaðinu í dag segir Aldís Hafsteinsdóttir, formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga, að víða hafi sveitarfélög skilað ágætis niðurstöðum og vel hafi til tekist. Það sé ánægjulegt að niðurstöður ársreikninga séu í samræmi við áætlanir en hagnaður sé í svipuðu hlutfalli og verið hefur.

„Það verður að taka með í reikninginn að góðærið nær ekki út um allt land og hefur meiri áhrif í þéttbýli en dreifbýli. Loðnubrestur hefur einnig gríðarleg áhrif á sjávarbyggðir,“ segir Aldís sem bætir við að sveitarfélögin hafi fjárfest og staðið myndarlega að uppbyggingu þjónustu vegna fjölgunar íbúa. Það sé nauðsynlegt að stíga varlega til jarðar og vinna að því að fyrirhuguð áform um frystingu framlaga úr jöfnunarsjóði nái ekki fram að ganga enda séu blikur á lofti.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert