Embætti þjóðleikhússtjóra laust til umsóknar

Embætti þjóðleikhússtjóra er laust til umsóknar. Skipað verður í stöðuna …
Embætti þjóðleikhússtjóra er laust til umsóknar. Skipað verður í stöðuna frá 1. janúar 2020. mbl.is/Golli

Embætti þjóðleikhússtjóra er laust til umsóknar. Mennta- og menningarmálaráðherra skipar í stöðuna til fimm ára frá 1. janúar 2020. Frá þessu er greint á vef Stjórnarráðsins og er umsóknarfrestur til 1. júlí. Ari Matthíasson er núverandi þjóðleikhússtjóri og hefur gegn embættinu frá 1. janúar 2015.

Á vef Stjórnarráðsins segir að leitað er að einstaklingi með umfangsmikla stjórnunarreynslu, leiðtoga- og samskiptahæfni, reynslu af stefnumótunarvinnu og hæfileika til nýsköpunar. Þekking og reynsla af stjórnsýslu, fjármálum og rekstri er einnig mikilvæg sem og góð kunnátta í íslensku, ensku og einu Norðurlandamáli. Þá þurfa umsækjendur að vera með menntun á sviði lista og staðgóða þekkingu á starfi leikhúsa.

Nöfn allra umsækjenda verða birt á vef ráðuneytisins að loknum umsóknarfresti og verða umsóknir þar sem óskað er nafnleyndar ekki teknar til greina.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert