Gæludýr í Félags-bústöðum

Tillaga fulltrúa Flokks fólksins í borgarráði Reykjavíkur um heimild til dýrahalds í félagslegum leiguíbúðum Félagsbústaða hefur verið samþykkt.

Málið var rætt á fundi fulltrúa Félagsbústaða og velferðarsviðs borgarinnar og var það samróma álit fundarmanna að ekki væri rétt að standa gegn hunda- og kattahaldi.

Í kjölfarið var óskað eftir áliti og umsögn stjórnar samtaka leigjenda á tillögunni og málið síðan tekið upp á fundi stjórnar Félagsbústaða í byrjun þessa mánaðar. Þar var samþykkt að leyfa hunda- og kattahald samkvæmt almennum reglum og samþykktum íbúa.

Nú verður samþykktin kynnt íbúum í fjölbýlishúsum Félagsbústaða og henni síðan framfylgt í samræmi við lög um fjöleignarhús og samþykktir Reykjavíkurborgar um katta- og hundahald, að því er fram kemur í bréfi Sigrúnar Árnadóttur, framkvæmdastjóra Félagsbústaða til borgarráðs.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert