Kröflulína 3 tekin í notkun á næsta ári

M-laga röramöstur verða í Kröflulínu 3, eins og í Þeistrareykjalínu …
M-laga röramöstur verða í Kröflulínu 3, eins og í Þeistrareykjalínu sem liggur frá Þeistareykjavirkjun. Ljósmynd/Landsnet

Ekki er langt í að verklegar framkvæmdir geti hafist við lagningu nýrrar háspennulínu Kröflulínu 3, en undirbúningur er á lokastigi.

Kröflulína 3, sem verður 220 kw loftlína, mun liggja milli Kröflu og tengivirkis í Fljótsdal. Henni er ætlað að tryggja stöðugleika raforkukerfisins á Norður- og Austurlandi með betri samtengingu kerfanna og framleiðslueininganna á Þeistareykjum og í Fljótsdal.

Kostnaður við Kröflulínu 3 er áætlaður tæpir átta milljarðar. Stefnt er að því að framkvæmdum ljúki í lok næsta árs, að því er fram kemur í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert