Vara við aukaverkunum svefnlyfja

Lyf geta haft aukaverkanir sem fylgjast þarf með.
Lyf geta haft aukaverkanir sem fylgjast þarf með.

Matvæla- og lyfjaeftirlit Bandaríkjanna (FDA) hefur sent frá sér aðvörun vegna nokkurra algengra svefnlyfja sem seld eru þar í landi og fyrirskipað að umbúðum þeirri fylgi viðvörun um ýmsar sjaldgæfar en alvarlegar aukaverkanir lyfjanna sem smám saman hafa verið að koma í ljós.

Eitt þeirra efna sem nefnd eru í viðvöruninni, zolpidemer, er að finna í tveimur lyfjum sem eru á markaði hér á landi, Stilnoct og Zovand. Auk þess innihalda svefnlyfin Zopiclone Actavis og Imovane, sem notuð eru hérlendis, virkt efni sem að hluta til er eszopiclone sem er á viðvörunarlistanum.

Að sögn Hönnu G. Sigurðardóttur í upplýsingadeild Lyfjastofnunar starfar stofnunin lögum samkvæmt eftir þeim reglum sem gilda á evrópska efnahagssvæðinu og tekur ákvarðanir í samræmi við niðurstöður sérfræðinga á vettvangi Lyfjastofnunar Evrópu, EMA.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert