Framganga Liverpool rímar við kristni

Liverpool-menn fagna gegna Barcelona í vikunni.
Liverpool-menn fagna gegna Barcelona í vikunni. AFP

„Þessi hugmynd kom upp hjá einum dyggum aðdáanda Liverpool. Mér fannst þetta skemmtileg hugmynd sérstaklega þar sem maður er Liverpoolaðdáandi sjálfur,“ segir Ólafur Jóhann Borgþórsson, sóknarprestur Seljakirkju, um Liverpoolmessu kirkjunnar kl. 11 á morgun. 

Ólafur segir það ekki óþekkt að allskonar messur séu í kirkjunni og því eigi fótboltamessa einnig vel við. Hann segir framganga liðsins, jákvæðinan í kringum það og það sem Liverpool stendur fyrir rími vel við það sem er predikað í kirkjunni.

Ólafur nefnir sem dæmi leik Liverpool og Barcelona síðasta þriðjudag en leikurinn fór 4-0 Liverpool í vil. „Í þeim leik var vonin ákaflega veik en samt var ekki gefist upp þó vindurinn væri sannarlega í fangið,“ segir Ólafur. Hann nefnir einnig lag stuðningsmanna Liverpool, You'll Never Walk Alone, (ísl. Þú gengur aldrei einn) sem rímar vel við hina kristnu trú. 

Sr. Ólafur Jóhann Borgþórsson
Sr. Ólafur Jóhann Borgþórsson Ljósmynd/Aðsend

„Það sem gerir líka endanlega útslagið er að knattspyrnustjórinn Jürgen Klopp hefur verið ófeiminn við að tala um sína kristnu trú og hvað hún skiptir hann miklu máli. Þetta verður allt tekið fyrir í messunni á morgun,“ segir Ólafur léttur í bragði. 

Hann áréttar að messan snúist ekki um að biðja til Liverpool manna heldur verður þetta messa á kristnum grunni en vissulega með Liverpool þema. Í messunni syngur Dagur Sigurðsson og Bóas Gunnarsson spila á gítar. Þeir flytja til að mynda lagið You'll Never Walk Alone og lag eftir Bítlana sem koma frá Liverpool. 

Jurgen Klopp knattspyrnustjóri Liverpool er tíðrætt um kristin gildi.
Jurgen Klopp knattspyrnustjóri Liverpool er tíðrætt um kristin gildi. AFP

Stuðningsmenn slaki á taugunum í kirkju fyrir leiki dagsins 

„Messan er hugsuð til að eiga góða stund og slaka á taugunum fyrir leiki dagsins,“ útskýrri Ólafur. Á morgun, sunnudag, eigast við Brighton og Manchester City í lokaum­ferð ensku úr­vals­deild­ar­inn­ar í fót­bolta. Fyr­ir lokaum­ferðina er City í topp­sæt­inu með 95 stig en Li­verpool fylg­ir fast á eft­ir með 94 stig. Með sigri verður Manchester City Eng­lands­meist­ari annað árið í röð en ef ekki verður Liverpool Englandsmeistari. 

Þar með er ekki öll sagan sögð er snertir taugatitring stuðningsmanna Liverpool því liðið er komið i úr­slit Meist­ara­deild­ar Evr­ópu. Hinn 1. júní mætir Líverpool Tottenham í baráttunni um þann titil. 

Leikmenn Liverpool fagna fyrir framan Kop-stúkuna á Anfield í lok …
Leikmenn Liverpool fagna fyrir framan Kop-stúkuna á Anfield í lok leik liðsins á móti Barcelona. AFP

 „Að sjálfsögðu verður beðið. Það verður beðið fyrir kraftaverkum á hvaða vettvangi sem þau kunna að vera,“ segir Ólafur og vísar í fyrrnefnda leiki.   

Messa fyrir hesta og asna og hvað næst? 

„Þau hafa verið ótrúlega sterk. Mest jákvæð,“ segir hann spurður um viðbrögð við messunni. Hann nefnir sem dæmi að félagi hans, sem styður Manchester united, spurði hann eftir árlega kirkjureið hestamanna í Seljakirkju á dögunum fyrir hvaða hóp hann ætli að halda næst messu. Hann væri nýbúinn að halda messu fyrir hesta næst er röðin komin að ösnum og hvað svo?  

Miðað við viðbrögðin við messunni reiknar Ólafur með að hún verði vel sótt. Upphaflega hafi hann reiknað með að um 50 til 60 manns kæmu til messu. Honum þykir ekki ólíklegt að það verði kannski um 180 manns miðað við þann fjölda sem hefur greint frá því að ætli að mæta á Facebook-viðburði um Liverpoolmessuna. Kirkjan rúmar 350 manns í sæti. 

Eitt er víst að Ólafur lofar góðri stund og stemningin verður eflaust ekki síðri. 

Liverpoolmessa verður í Seljakirkju kl. 11 á morgun.
Liverpoolmessa verður í Seljakirkju kl. 11 á morgun. mbl.is/Sigurður Bogi Sævarsson
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert