Gjaldtaka af nýtingu í ábataskyni

Stjórnarráðið við Lækjargötu.
Stjórnarráðið við Lækjargötu. mbl.is/Kristinn Magnússon

Kveðið er á um heimild til gjaldtöku af nýtingu auðlinda í ábataskyni og um rétt almennings til þátttöku í undirbúningi ákvarðana sem áhrif hafa á umhverfið í tveimur frumvörpum sem voru í gær birt í samráðsgátt stjórnvalda um breytingar á stjórnarskránni.

Annars vegar með ákvæði um auðlindir í náttúru Íslands og hins vegar ákvæði um umhverfisvernd.

Í tilkynningu frá forsætisráðuneytinu segir að í gær hafi verið ákveðið á fundi formanna stjórnmálaflokkanna sem sæti eiga á Alþingi að afgreiða þessi tvö frumvörp til samráðs við almenning og að fara muni fram skoðana- og rökræðukannanir meðal almennings síðar á þessu ári.

Tekið er fram í kynningu málanna á samráðsgáttinni að birting í samráðsgátt á þessu stigi feli ekki í sér skuldbindingu af hálfu formanna flokkanna til að standa að framlagningu frumvarpanna í þessari mynd á Alþingi, að því er fram kemur í umfjöllun um mál þessi í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert