Óforsvaranlegt að samþykkja orkupakkann

Sturla Böðvarsson.
Sturla Böðvarsson. mbl.is/Styrmir Kári

„Það er óforsvaranlegt að samþykkja þriðja orkupakkann án þess að það liggi fyrir hvað gerist á orkumarkaði á Íslandi þegar sæstrengur hefur verið lagður og orkusalan hefst.“

Þetta segir Sturla Böðvarsson, fyrrverandi ráðherra og forseti Alþingis, í aðsendri grein sem birt er í Morgunblaðinu í dag.

„Það hefur eitt og sér engan tilgang að við ráðum því hvort sæstrengur verði lagður ef orkumarkaðsmálin verða um leið tekin úr okkar höndum þegar sala hefst um sæstreng,“ segir Sturla ennfremur í greininni og segir hann að þessari spurningu verði ráðherrar að svara áður en lengra verður haldið „enda virðist Landsvirkjun gera ráð fyrir lagningu sæstrengs svo sem sjá má á heimasíðu félagsins,“ segir í grein Sturlu.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert