„Erum nokkuð sigurvissir“

Tómas Hallgrímsson í góðum gír í hálfleik.
Tómas Hallgrímsson í góðum gír í hálfleik. mbl.is/Ómar

„Sigurinn er alls ekki í höfn. Verandi City-maður veit ég að allt getur gerst,“ segir Tómas Hallgrímsson, stuðningsmaður Manchester City sem var 2:1 yfir á móti Brighton í hálfleik í lokaumferð Ensku meistaradeildarinnar. Taki City þrjú stig úr leiknum verða þeir Englandsmeistarar.

Liverpool, sem er stigi á eftir Manchester City í deildinni, er 1:0 yfir á móti Úlfunum.

„Enski boltinn er óútreiknanlegur, það geta allir unnið alla, en við erum nokkuð sigurvissir núna,“ segir Tómas.

„Ég er búinn að halda með City frá 1968 og hef farið með þeim í gegn um öldudal, en við höfum átt mjög góð síðustu misseri og ég er bara nokkuð bjartsýnn.“

Tómas, lengst til vinstri, ásamt félögum sínum á Ölveri.
Tómas, lengst til vinstri, ásamt félögum sínum á Ölveri. mbl.is/Ómar Óskarsson

Stuðningsmenn City sem staddir eru á Ölver þurftu í tvígang að hlusta á fagnaðarlæti Liverpoolmanna í hinum sal sportbarsins, þegar Liverpool komst 1:0 yfir og svo þegar Burnley komst yfir á móti City. 

Liverpool stuðningsmenn fögnuðu fyrst í tvígang.
Liverpool stuðningsmenn fögnuðu fyrst í tvígang. mbl.is/Ómar Óskarsson

„Við biðum bara eftir að röðin kæmi að okkur, sem hún sannarlega gerði,“ segir Tómas aðspurður hvernig tilfinningin hefði verið. Síðan þá hafa City-menn fengið að fagna í tvígang.

„Við vonum að þetta verði okkar megin og þá verður eitthvað fagnað í kvöld,“ segir Tómas að lokum.

Svo var komið að aðdáendum Manchester City að fagna tvisvar.
Svo var komið að aðdáendum Manchester City að fagna tvisvar. mbl.is/Ómar Óskarsson
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert