Gengur hægt að slökkva í glæðum

Þetta er í annað sinn á þremur mánuðum sem kviknar …
Þetta er í annað sinn á þremur mánuðum sem kviknar í þaki skólabyggingar Seljaskóla. mbl.is/Ómar Óskarsson

Allt tiltækt slökkviliðslið höfuðborgarsvæðisins er enn að störfum í Seljaskóla þar sem eldur kviknaði laust eftir miðnætti í nótt. Búið er að slökkva eldinn og vinna slökkviliðsmenn að því að ná stórum járnplötum af þaki hússins til að slökkva í glæðum.  

Þakið á hús­inu féll á fimmta tím­an­um og hafa slökkviliðsmenn því ekki getað verið inni í skólanum eða ofan á þakinu til að sinna slökkvistarfi. „Við komumst inn í byrjun en þegar eldurinn varð orðinn það mikill að þakið fór að síga sendum við alla út,“ segir Sigurjón Hendriksson, varðstjóri, í samtali við mbl.is.

Slökkviliðsmenn á vettvangi hafa notað körfubíla til að komast að þakplötunum ofan frá og rífa þær þannig af. „Þetta eru langar og stórar plötur og þær eru allar skrúfaðar í þannig það hefur gengið frekar hægt. Við erum að reyna að fá tæki til að rífa járnaplötur og reyna að komast í þessar glæður sem eru undir. Þetta verður einhver vinna þarna á staðnum áfram,“ segir Sigurjón, sem býst við því að vinna á vettvangi standi yfir að minnsta kosti til hádegis.

Slökkviliðsmenn hafa verið á vettvangi frá því rétt eftir miðnætti.
Slökkviliðsmenn hafa verið á vettvangi frá því rétt eftir miðnætti. mbl.is/Ómar Óskarsson

Ekki er hægt að segja til eldsupptök að svo stöddu, eða hvort einhver tengsl eru á milli brunans í nótt og þegar eldur kom upp í skólanum í mars síðastliðnum.

„Nóttin slapp ágætlega til“

Að öðru leyti var nóttin róleg hjá slökkviliðinu, en alla jafna er mikið að gera í sjúkraflutningum aðfaranótt sunnudags. „Nóttin slapp ágætlega til, á meðan þetta gekk að mestu yfir var nokkuð róleg og nóttin var frekar róleg í sjúkraflutningum miðað við laugardagskvöld, þannig það hjálpaði. En það var tímabil í nótt þar sem þetta var orðið mjög þröngt,“ segir Sigurjón.

Slökkviliðsmenn á vettvangi hafa notað körfubíla til að komast að …
Slökkviliðsmenn á vettvangi hafa notað körfubíla til að komast að þakplötunum ofan frá og rífa þær þannig af. mbl.is/Ómar Óskarsson
Slökkviliðsmenn vinna að því að ná löngum og þungum járnplötum …
Slökkviliðsmenn vinna að því að ná löngum og þungum járnplötum af þaki skólans til að slökkva í glæðum. mbl.is/Ómar Óskarsson
Slökkviliðsmenn næra sig milli átaka.
Slökkviliðsmenn næra sig milli átaka. mbl.is/Ómar Óskarsson
Frá slökkvistarfi í morgun.
Frá slökkvistarfi í morgun. mbl.is/Ómar Óskarsson
Búist er við að slökkviðlið verði að störfum að minnsta …
Búist er við að slökkviðlið verði að störfum að minnsta kosti fram að hádegi. mbl.is/Ómar Óskarsson
Lögreglan hefur verið með vakt við skólann í alla nótt.
Lögreglan hefur verið með vakt við skólann í alla nótt. mbl.is/Ómar Óskarsson
Slökkvistarf hefur staðið yfir frá því á fyrsta tímanum í …
Slökkvistarf hefur staðið yfir frá því á fyrsta tímanum í nótt. mbl.is/Ómar Óskarsson
Þak byggingarinnar féll saman á fimmta tímanum í nótt og …
Þak byggingarinnar féll saman á fimmta tímanum í nótt og þurfa slökkviliðsmenn að nýta sér körfubíla til að ná járnplötum af þakinu. mbl.is/Ómar Óskarsson
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert