Skólahald fellur niður í Seljaskóla á morgun

Mikið tjón varð er eldur kviknaði í skólanum í nótt.
Mikið tjón varð er eldur kviknaði í skólanum í nótt. Ljósmynd/Jón Helgason

Skólahald í Seljaskóla í Breiðholti fellur niður á morgun 13. maí vegna eldsvoðans í nótt þegar eldur kviknaði í þaki einnar byggingar rétt eftir miðnætti aðfararnótt sunnudags. Slökkvistarf vegna hans stóð yfir fram yfir hádegi í dag. 

„Eftir að hafa ráðfært mig við lögreglu, slökkvilið og hreinsunarteymi á þeirra vegum hefur verið tekin ákvörðun um að fella allt skólastarf niður í Seljaskóla á morgun, mánudaginn 13. maí. Morgundagurinn verður nýttur hjá starfsfólki til þess að þrífa allt skólahúsnæðið og bregðast við þeirri stöðu sem nú er uppi í húsnæðismálum.“ Þetta kemur fram í tilkynningu sem birtist á vefsíðu skólans rétt í þessu

Eldur kom upp í millilofti á húsi 4 þar sem umsjónarstofur 7.bekkja og tveggja 6.bekkja eru. Gríðarlegt tjón hefur orðið í húsi 4 vegna elds, reyks og vatns. Auk þess hefur vatn flætt um nýjustu álmu skólans, hús 8, 9 og 10. 

Snarræði slökkviliðsmanna er lofað og þeim þakkað að ekki fór verr, segir jafnframt í tilkynningu.  

Slökkvistarfi lauk um hádegið í dag um hálfum sólarhring eftir …
Slökkvistarfi lauk um hádegið í dag um hálfum sólarhring eftir að eldurinn kviknaði. mbl.is/Ómar Óskarsson
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert