Ungir stuðningsmenn City hæstánægðir

Þeir Nökkvi og Lúkas voru sáttir með úrslitin og að …
Þeir Nökkvi og Lúkas voru sáttir með úrslitin og að sínir menn í Manchester City hefðu landað titlinum. mbl.is/Ómar

„Okkur líður bara mjög vel. Það var gaman að sjá þá vinna,“ segja bræðurnir og Manchester City stuðningsmennirnir Nökkvi og Lúkas, sem staddir voru á Ölveri til þess að fylgjast með 4:1 sigri City á Brighton og verða Englandsmeistarar í leiðinni.

Nökkvi og Lúkas eru 13 og átta ára gamlir og hafa haldið lengi með Manchester City. „Okkur finnst það bara mjög flott lið, hvernig þeir spila saman og liðsheildin,“ segir Nökkvi aðspurður hvers vegna þeir haldi með liðinu.

Bræðurnir fylgdust einnig með Manchester City verða meistarar í fyrra, en stemningin á Ölveri var magnþrungin og sátu stuðningsmenn Liverpool í stóra salnum. Manchester City var með eins stigs forskot á Liverpool fyrir lokaumferðina og stóð uppi með bikarinn. Liverpool heldur áfram eyðimerkurgöngu sinni sem hófst árið 1991, þrátt fyrir góðan 2:0 sigur gegn Úlfunum.

Aðspurðir hvort þeir hefðu viljað sjá fleiri mörk frá sínum mönnum í Manchester City segir Nökkvi það auðvitað. „Við hefðum frekar viljað sjá tvö mörk,“ bætir Lúkas við að lokum áður en blaðamaður óskar þeim til hamingju.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert