1,6 milljarðar í undirbúning

Hugmynd að stoppistöð Borgarlínu á Kársnesi.
Hugmynd að stoppistöð Borgarlínu á Kársnesi.

Sameiginleg fjármögnun undirbúnings fyrir útboð fyrsta hluta borgarlínu er til kynningar hjá sveitarfélögum á höfuðborgarsvæðinu í næstu viku.

Meirihluti borgarráðs samþykkti á fundi sínum á fimmtudag að veita borgarstjóra umboð til að samþykkja og undirrita tvo samninga vegna undirbúningsverkefna í tengslum við verkefnið. Annars vegar milli sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu og hins vegar milli Vegagerðarinnar og sveitarfélaganna.

Í verkefninu felst að sveitarfélögin leggja til samtals 800 milljónir á árunum 2019 og 2020 og leggur ríkið til jafnhátt framlag. Reykjavíkurborg leggur til rúmlega 136 milljónir króna á þessu ári og 56,5% heildarfjárins yfir árin tvö. Að því er fram kemur í greinargerð með tillögunni sem lögð var fyrir borgarráð verður kostnaðarskipting milli sveitarfélaga í samræmi við íbúafjölda, en Reykjavíkurborg greiðir þó hlutfallslega meira en önnur sveitarfélög á árinu 2019. Önnur sveitarfélög greiða hlutfallslega meira árið 2020, að því er fram kemur í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert