Fjárfesting VIRK borgar sig sexfalt

Kulnun í starfi getur verið alvarlegur vandi. VIRK endurhæfingarsjóður tekur …
Kulnun í starfi getur verið alvarlegur vandi. VIRK endurhæfingarsjóður tekur á því. Getty Images/iStockphoto

Rekstur starfsendurhæfingarsjóðarins VIRK kostaði 3,1 milljarð í fyrra. Starf hans skilaði hins vegar ávinningi sem nam 17,2 milljörðum. Fjárfestingin borgaði sig því næstum sexfalt, ef marka má skýrslu sem sjóðurinn lét Talnakönnun hf. vinna fyrir sig.

Reiknaður er meðalsparnaður, meðalávinningur, sem hlýst af hverjum einstaklingi sem útskrifast frá VIRK. Árið 2018 nam hann 12,7 milljónum. Hann hefur lækkað síðustu ár, sem í tilkynningu frá félaginu segir að stafi af því að árin 2015-2018 hafi útskrifast margir einstaklingar sem voru lengi í þjónustu vegna flókins vanda.

Virk starfsendurhæfingarsjóður. Hlutverk sjóðsins er að efla starfsgetu einstaklinga í …
Virk starfsendurhæfingarsjóður. Hlutverk sjóðsins er að efla starfsgetu einstaklinga í kjölfar áfalla ýmissa, eins og veikinda eða kulnunar í starfi.

Hlutverk VIRK er að efla starfsgetu einstaklinga í kjölfar veikinda eða slysa. Einnig sjá þeir um endurhæfingu fólks sem þykir hafa kulnað í starfi. Heildarfjöldi einstaklinga sem nutu þjónustu VIRK í lok árs 2018 voru 2465. Þar af höfðu 1965 nýir einstaklingar bæst í hópinn bara á árinu 2018. Þeir hafa aldrei verið fleiri, sem bætast við.

Meðferðin sem VIRK býður upp á virðist skila nokkrum árangri. Sagt er frá því að 74% þeirra sem luku þjónustu árið 2018 voru annaðhvort að öllu eða einhverju leyti virkir í vinnu, atvinnuleit eða námi. Loks er talið að þjónusta VIRK hafi haft mikið að segja um sjálfsmynd fólks, líkamlega heilsu og andlega, eins og sést í mynd að neðan.

Grænu súlurnar tákna líðan fólks að lokinni þjónustu hjá VIRK.
Grænu súlurnar tákna líðan fólks að lokinni þjónustu hjá VIRK. VIRK
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert