Gerð verði úttekt á meintu einelti hjá Félagsbústöðum

Málið var þaggað niður, segir Vigdís Hauksdóttir borgarfulltrúi.
Málið var þaggað niður, segir Vigdís Hauksdóttir borgarfulltrúi. mbl.is/Kristinn Magnússon

Eyþór Arnalds, oddviti Sjálfstæðisflokksins í borgarstjórn Reykjavíkur, kallar eftir úttekt á meintu einelti hjá Félagsbústöðum.

„Við þurfum að fá málið á borð borgarinnar. Annaðhvort þarf stjórn Félagsbústaða að axla ábyrgð með því að kanna þessi mál til hlítar eða að borgin sem eigandi geri það.“

Tilefnið er umfjöllun í laugardagsblaði Morgunblaðsins en þar lýstu þrír fyrrverandi starfsmenn Félagsbústaða vanlíðan sem þeir rekja til framkomu Auðuns Freys Ingvarssonar, fyrrverandi framkvæmdastjóra félagsins. Einn fullyrti að um einelti hefði verið að ræða en hinir tveir telja rétt að fagfólk meti það, að því er fram kemur í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert