Kveiktu í Valsárskóla

Valsárskóli.
Valsárskóli. Ljósmynd/Svalbarðsstrandahreppur

Eldur kom upp í Valsárskóla á Svalbarðsströnd á sjöunda tímanum í kvöld. Varðstjóri lögreglunnar á Norðurlandi eystra segir í samtali við mbl.is að um íkveikju hafi verið að ræða og er verið að útkljá málið við gerendur, en þarna var á ferðinni ungviði úr byggðinni.

Kveiktu gerendur eld í geymslu á annarri hæð skólans og fór fljótlega brunavarnakerfi skólans í gang.

Eldurinn var minni háttar og hafði tekist að slökkva hannn áður en viðbragðsaðilar komu á staðinn. Talið er að ekki hafi orðið mikið tjón þótt eitthvað kunni að vera um reykskemmdir.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert