Afhentu undirskriftalista á Alþingi

Guðjón og Frosti á Alþingi í dag.
Guðjón og Frosti á Alþingi í dag. Ljósmynd/Aðsend

Samtökin Orkan okkar afhentu Guðjóni S. Brjánssyni, 1. varaforseta Alþingis, tæplega 14 þúsund undirskriftir þar sem skorað er á þingmenn að hafna staðfestingu ákvörðunar um þriðja orkupakkann.

Undirskriftasöfnun hófst fyrir fimm vikum síðan á vefsíðu samtakanna.

Í söfnuninni var þeim tilmælum einnig beint til „sameiginlegu EES-nefndarinnar að Ísland verði undanþegið innleiðingu þriðja orkupakkans enda er Ísland ekki tengt raforkumarkaði ESB“, að því er segir í tilkynningu.

Guðjón S. Brjánsson, 1. varaforseti Alþingis, tók á móti fulltrúum samtakanna í þinghúsinu í dag þar sem hann veitti undirskriftalistunum viðtöku úr höndum Frosta Sigurjónssonar, eins af talsmönnum samtakanna.

Ljósmynd/Aðsend
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert