„Aldrei séð eins mikla valdníðslu“

Ólafur sneri aftur til starfa í Grensáskirkju í dag. Lögmaður ...
Ólafur sneri aftur til starfa í Grensáskirkju í dag. Lögmaður hans segist aldrei hafa séð álíka valdníðslu. mbl.is/

„Ég hef komið að mörgum málum sem snerta stjórnsýslu og ég hef aldrei séð eins mikla valdníðslu í nokkru máli sem ég hef komið að á þrjátíu ára lögmannsferli,“ segir Einar Gautur Steingrímsson, lögmaður Ólafs Jóhannssonar sóknarprests, sem sakaður var um brot í starfi, í samtali við mbl.is.

„Hann er bara sóknarprestur í Grensáskirkju hann Ólafur Jóhannsson eins og hann hefur verið í tvo áratugi. Biskup veit það að hann getur ekki bannað honum að vinna vinnuna sína og þá biður hann Ólaf um að gera það ekki. Þeir geta aldrei stoppað,“ segir Einar Gautur.

Nefnd fjármálaráðuneytisins um tímabundnar lausnir ríkisstarfsmanna frá störfum hefur komist að þeirri niðurstöðu að tímabundin brottvísun Ólafs úr starfi hafi ekki verið réttmæt og ákvað Biskupsstofa að greiða Ólafi vangoldin laun sökum þess.

Engin brot framin

Einar Gautur segir þjóðkirkjuna og biskup ítrekað hafa reynt að koma Ólafi frá starfi án þess að gefa fyrir því réttmæt rök.

„Af einhverjum ástæðum hefur þjóðkirkjan verið að halda Ólafi frá því að sinna embætti sínu sem sóknarprestur í Grensáskirkju og uppgefnar ástæður eru ekki réttar. Það er alveg sama þó að úrskurðarnefnd þjóðkirkjunnar hafi komist að því að ekkert kynferðisbrot hafi verið framið og ekkert lögbrot, engin kynferðisleg áreitni. Þá ákváðu þeir að banna honum að mæta til starfa,“ útskýrir hann.

„Áfrýjunarnefnd kemst að sömu niðurstöðu,“ segir lögmaðurinn og þá hafi biskup gripið til þess ráðs að vísa Ólafi úr starfi um stundarsakir vegna brots í starfi. Hafi tímabundin lausn hans þá farið fyrir nefnd fjármálaráðuneytisins.

Einar Gautur Steingrímsson.
Einar Gautur Steingrímsson. mbl.is/Jón Pétur

Miklir gallar á málstað biskups

Einar Gautur segir verulega vankanta hafa verið á málatilbúnaði Biskupsstofu í málinu þar sem biskup hafi ekki lýst neinu broti fyrir nefndinni, ekki neinu lagaákvæði máli sínu til stuðnings og ekki hafi legið fyrir neinn grunur um refsiverða háttsemi.

„Þá gerist það að biskup getur ekki sætt sig við annað en að Ólafur sé kominn í embætti á ný og hann réttilega bregst þannig við að hann borgar honum launin. En af því að hann getur ekki lengur misbeitt valdi sínu eins og biskup hefur gert til þessa – hann hefur misbeitt valdi sínu – þá biður hann Ólaf um að mæta ekki í vinnu. Fyrir hönd Ólafs sagði ég bara nei og Ólafur mætti til vinnu í morgun. Við verðum ekki við þessari ósk,“ segir hann.

Ólafi til höfuðs

Spurður um sameiningu Bústaðaprestakalls og Grensásprestakalls, sem stendur til að verði að veruleika 1. júní, svarar Einar Gautur: „Það bara hefur sinn gang. Hins vegar er ég sannfærður um það að sameining prestakallanna sé sett honum [Ólafi] til höfuðs.“

Er blaðamaður spyr um skýringu þess að menn myndu ganga svo langt að sameina prestaköll, segir lögmaðurinn: „Ég tel líklega skýringu vera að einhverjum hafi verið lofað að hann kæmi ekki aftur til starfa og verið sé að efna loforð sem ekki var hægt að gera.“

mbl.is

Innlent »

Margar athugasemdir við íbúðakjarna

18:25 Alls bár­ust um 60 at­huga­semd­ir vegna fyr­ir­hugaðrar bygg­ing­ar íbúðakjarna fyr­ir fatlað fólk í Haga­seli í Breiðholti. Umhverfis- og skipulagssvið Reykjavíkurborgar fer yfir allar athugasemdir sem bárust og verður þeim svarað með rökstuðningi. Meira »

Ísland hlaut viðurkenningu fyrir baráttu í jafnréttismálum

18:05 Ísland hlaut í dag viðurkenningu fyrir einarða baráttu fyrir jafnrétti á norrænu viðskiptaráðstefnunni Womenomics í Kaupmannahöfn. Þetta í fyrsta sinn sem land eða þjóð hlýtur slíka viðurkenningu. Meira »

„Þetta er einstakt tækifæri“

17:55 „Þetta er alveg einstakur viðburður,“ segir flugrekstrarstjórinn Stefán Smári Kristinsson. Nóg er um að vera hjá honum á Reykjavíkurflugvelli en milli klukkan 18 og 20 verða fimm svokallaðar þristavélar , DC-3- eða C-47-flug­vél­ar frá Banda­ríkj­un­um, til sýnis á flugvellinum. Meira »

Málshraði MDE skapar vanda

17:51 „Það er ekki galli í meðferð dómstóla á Íslandi að sjá ekki fyrir hvert Mannréttindadómstóllinn sé að fara þremur árum seinna,“ segir Helgi Magnús Gunnarsson vararíkissaksóknari í viðtali við mbl.is um frávísun á máli Jóns Ásgeirs Jóhannessonar og Tryggja Jónssonar frá Hæstarétti. Meira »

Skólahald leggst niður í Grímsey

17:28 Skólahald verður lagt niður í Grímseyjaskóla næsta vetur. Þrír nemendur stunduðu nám við grunnskólann í vetur og tveir í leikskóla en ein fjölskylda er að flytja burt úr eyjunni og eftir verða sitt hvor nemandinn á leikskóla- og grunnskólaaldri. Meira »

Hæstiréttur tekur Spartakusarmálið fyrir

17:15 Hæstiréttur samþykkti í dag að taka fyrir mál blaðamannsins Atla Más Gylfasonar. Hann var fundinn sekur í Landsrétti um meiðyrði í garð Guðmundar Spartakusar Ómarssonar og til að greiða hon­um 1,2 millj­ón­ir króna í miska­bæt­ur. Meira »

Verkfærum stolið úr nýbyggingu

16:12 Brotist var inn í nýbyggingu í Dalbrekku 2-14 í Kópavogi nýlega, en lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu barst tilkynning um innbrotið í gær. Meira »

Ráðist á starfsmann Krónunnar

16:09 „Mig langar að benda á að orðið negri er orð sem er aldrei í lagi að nota eða beita eða segja eða skrifa. Þetta er niðrandi orð, og ógeðslegt,“ skrifar Árdís Pétursdóttir í færslu á Facebook fyrir helgina. Ráðist var á eiginmann hennar, Destiny Mentor Nwaokoro, þar sem hann var við störf í Krónunni. Meira »

Hatrið hvílist ekki lengi

16:08 Hatari heldur í tónleikaferð á fimmtudag með viðkomu á fimm stöðum á landinu. Í samtali við mbl.is segir trommugimpið Einar Stef að það hafi komið sér mest á óvart hvursu fáir þátttakendur í Eurovision tjáðu sig um málefni Ísraels og Palestínu. Meira »

Tæpur stuðningur við samninga hjá RSÍ

15:48 Niðurstöður atkvæðagreiðslna um kjarasamninga hjá fimm félögum í samfloti iðnaðarmannafélaganna liggja fyrir. Athygli vekur að í Rafiðnaðarsambandi Íslands stóð mjög tæpt að samningurinn yrði samþykktur. Meira »

Þristar til sýnis í kvöld

15:39 Fimm svo­kallaðar þrista­vél­ar, DC-3- eða C-47-flug­vél­ar frá Banda­ríkj­un­um, verða til sýnis á Reykjavíkurflugvelli í kvöld milli klukkan 18 og 20. Hægt er að komast að vélunum á stæðinu norðan við Loftleiðahótelið (byggingu Icelandair) um hlið á girðingunni þar sem fánaborg er sjáanleg. Meira »

„Baráttan marklaus ef svona er liðið“

15:24 „Okkur hjá Landvernd var brugðið þegar við sáum fréttina og myndirnar frá urðunarstöðinni í Fíflholti á Mýrum,“ segir Tryggvi Felixson, formaður Landverndar, í samtali við mbl.is. Meira »

Umræða um orkupakkann aftur hafin

14:56 Önnur umræða um þriðja orkupakkann er aftur hafin á Alþingi. Þingmenn Miðflokksins hafa staðið í málþófi síðustu þingfundi, að sögn stuðningsmanna pakkans. Umræðan gæti staðið fram á kvöld og jafnvel nótt. Meira »

Á 164 km hraða og of seinn á hótelið

14:43 Tveir erlendir ferðamenn voru á ofsaakstri í Eldhrauni skammt frá Kirkjubæjarklaustri í gær. Annar var að 164 km hraða þar sem hámarkshraði er 90 km. Lögreglan á Suðurlandi svipti hann ökuréttindum á staðnum. Meira »

Björn fór „ósæmilegum orðum“ um Ásmund

14:37 „Nú er rökstuddur grunur um það að Ásmundur Friðriksson hafi dregið að sér fé, almannafé,“ sagði Björn Leví Gunnarsson í ræðu á þingi í dag. Fyrir nákvæmlega sömu orð var Þórhildur Sunna Ævarsdóttir dæmd brotleg af siðanefnd. Meira »

Synjaði 50 Bangladessum um skólavist

13:54 Kærunefnd útlendingamála úrskurðaði í gær að Útlendingastofnun hafi ekki verið heimilt að banna 50 manns frá Bangladess að koma til landsins til að stunda nám við Háskólann á Bifröst. Fólkið hafði ætlað að hefja nám við skólann, en Útlendingastofnun hafnaði öllum umsóknunum á grundvelli þjóðernis. Meira »

„Þetta eru bara góðar umræður“

13:15 Guðmundur Ingi Kristinsson, þingflokksformaður Flokks fólksins, vísar því á bug að um málþóf sé að ræða á Alþingi um þessar mundir. Hann tók sjö sinnum til máls í gær og Inga Sæland samflokkskona hans 5 sinnum. Meira »

Umsóknum um kennaranám fjölgar um 30%

13:04 Umsóknum um framhaldsnám til kennsluréttinda í leik- og grunnskólakennaranámi við Háskóla Íslands hefur fjölgað um 30% miðað við meðaltal síðustu fimm ára samkvæmt upplýsingum frá menntavísindasviði Háskóla Íslands. Meira »

„Bersýnilega málþóf“

12:32 Bryndís Haraldsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokks og 6. varaforseti Alþingis, og Helgi Hrafn Gunnarsson, þingmaður Pírata, telja Miðflokk og Flokk fólksins vera farna að þæfa umræðuna um þriðja orkupakkann í þinginu. Stutt er eftir af þessu þingi. Meira »