Deilur um pakkann halda áfram

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, telur verulegan vafa vera um …
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, telur verulegan vafa vera um hvort innleiðing þriðja orkupakkans standist stjórnarskrá. mbl.is/Kristinn Magnússon

„Þetta gengur fyrst og fremst út á að Íslendingar afsali sér valdi. Afsali sér valdi að því marki að það leikur að minnsta kosti verulegur vafi á því að það standist stjórnarskrá lýðveldisins,“ sagði Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, á Alþingi í dag í seinni umræðu um að aflétta stjórnskipulegum fyrirvara vegna innleiðingu þriðja orkupakkans.

Sigmundur hefur skilað séráliti vegna málsins og segir hann þar að í greinargerð meirihlutans sé gert lítið úr þeim álitaefnum sem fram hafa komið í málinu.

Þá segir hann mikilvægt að tekin sé afstaða til þess hvort „þriðji orkupakkinn standist stjórnarskrána og það áður en Alþingi ákveður hvort aflétta eigi stjórnskipulegum fyrirvara. […] Það verður ekki aftur snúið.“

Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir.
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir. mbl.is/hari

Seinni umræða um orkupakkann hófst nú síðdegis með því að Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, formaður utanríkismálanefndar og þingmaður Sjálfstæðisflokksins, kynnti fyrir þinginu álit meirihlutans.

Sagði hún meðal annars að ítarleg kynning hafi farið fram og að ljóst væri að í pakkanum felst ekki nein skylda til þess að koma á eða leyfa samtengingu íslenska raforkumarkaðarins við ríki EES.

Talið er að umræður um innleiðingu þriðja orkupakka Evrópusambandsins munu standa um nokkurt skeið.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert