Eðalvín í bestu plötubúð í heimi

12 Tónar. Stefnt er að því að hefja veitingasölu í …
12 Tónar. Stefnt er að því að hefja veitingasölu í kjallaranum

„Þetta verða áfram 12 Tónar eins og verið hefur. Það verða bara fleiri og fjölbreyttari ástæður til að kíkja við hjá okkur,“ segir Lárus Jóhannesson, annar eigandi plötubúðarinnar 12 Tóna við Skólavörðustíg.

Lárus og félagar hans hafa sótt um leyfi til að breyta húsnæði plötubúðarinnar, koma fyrir snyrtingum fyrir gesti í kjallara hennar og breyta í veitingastað. Umsókn þeirra er nú í meðförum skipulagsfulltrúa Reykjavíkurborgar.

„Hugmyndin er að þú getir komið á föstudegi og náð þér í nýjustu vínylplötuna og fengið þér glas af eðalrauðvíni um leið. Verslunin verður rekin áfram með sama sniði, við ætlum bara að bæta við veitingum og auka tónleikahald og uppákomur. Til að mynda viljum við nýta betur þennan risastóra garð sem við erum með fyrir aftan húsið. Þetta er tónlistarhús og þessar breytingar munu vonandi auka upplifunina og styrkja reksturinn,“ segir Lárus í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 2.185 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »