Rúmlega helmingur fylgjandi

Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, var eini ráðherrann sem …
Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, var eini ráðherrann sem ekki greiddi atkvæði með þungunarrofsfrumvarpi heilbrigðisráðherra. mbl.is/Hari

Rétt rúmur helmingur þeirra sem taka afstöðu er hlynntur því að þungunarrof verði heimilað til loka 22. viku meðgöngu. 

Þetta sýna niðurstöður nýrrar könnunar sem Zenter rannsóknir gerðu fyrir Fréttablaðið og frettablaðið.is.

Alls segjast 50,6 prósent vera hlynnt því að heimila þungunarrof til loka 22. viku meðgöngu. 34,3 prósent eru andvíg og 15,1 prósent hvorki hlynnt né andvígt. Þar af eru rúmlega 32 prósent mjög hlynnt og rúm 18 prósent frekar hlynnt. Tæp 24 prósent eru mjög andvíg en tæp ellefu prósent frekar andvíg. 

Mikill munur er á milli kynslóða því yfirgnæfandi meirihluti ungs fólks styður þungunarrof fram að lokum 22. viku. Í yngsta hópunum, 15-24 ára, eru 80% fylgjandi en í elsta hópnum, 65 ára og eldri, eru 53% andvíg.

Sjá nánar í Fréttablaðinu í dag

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert