Vegvísar, vörðubrot og troðnir slóðar

Margrét Sveinbjörnsdóttir, Jón Svanþórsson og Bjarki Bjarnason árita bókina, sem …
Margrét Sveinbjörnsdóttir, Jón Svanþórsson og Bjarki Bjarnason árita bókina, sem er afrakstur góðs samstarfs þeirra sem tók allmörg ár. mbl.is/Sigurður Bogi

Efni Árbókar Ferðafélags Íslands 2019 sem kom út fyrir nokkrum dögum er Mosfellsheiði – landslag, saga og leiðir rétt eins og undirtitill bókarinnar er. Höfundar eru Bjarki Bjarnason, rithöfundur og forseti bæjarstjórnar Mosfellsbæjar, Margrét Sveinbjörnsdóttir, menningarmiðlari og vefritstjóri, og Jón Svanþórsson, áður rannsóknarlögreglumaður.

Flestar ljósmyndir í bókinni tóku þau Sigurjón Pétursson og Þóra Hrönn Njálsdóttir. Í árbókinni eru auk þess allmargar eldri, sögulegar myndir, sem fengnar hafa verið á ljósmyndasöfnum og víðar. Um kortagerð sá Guðmundur Ó. Ingvarsson og ritstjóri var Gísli Már Gíslason.

Í árbókinni er til frásagnar svæði sem afmarkast af Suðurlandsvegi um Lækjarbotna, Sandskeið og Svínahraun; í norðri við Þingvallaveg og Skálafell. Í vestri nær sögusvið frá efstu mörkum byggðar í Mosfellsbæ og í hina áttina nær það austur undir Þingvallavatn. Alls er bókin 244 blaðsíður, með miklum fjölda mynda og korta. Er þetta 92. Árbók Ferðafélags Íslands, en þær hafa komið út óslitið frá árinu 1928 og eru – þegar allt er lagt í summu – einstæð ritröð um sögu lands og þjóðar, að því er fram kemur í umfjöllun um árbókina í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.890 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »