„Gaman að þessu“

Ljósmynd/Óskar Þór Hilmarsson

„Þetta var bara mjög fyndið. Það var gaman að þessu,“ segir Óskar Þór Hilmarsson, sem var á ferðinni fram hjá Selásbraut í Árbænum seint í kvöld þegar hann sá þar hesta á beit í mestu makindum.

Óskar Þór, sem býr í nágrenninu, gat ekki annað en smellt myndum af hestunum. Aðspurður kveðst hann ekki vera búinn að láta lögregluna vita en telur að fólk sem var statt skammt frá hrossunum hafi ætlað að fara með þá réttan stað.

Hann bendir á að hestarnir hafi verið á svipuðum stað og aðrir, eða mögulega sömu hestar, sáust í síðustu viku áður en þeir fundust síðar í Ártúnsbrekkunni.

Ljósmynd/Óskar Þór Hilmarsson
mbl.is